Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 30
30 ÓÐINN hann árið 1910. Ræktunarsjóðs-verðlaun hefur hann einnig fengið. Samhliða landbúskapnum stundaði Kristján sjó- róðra í Bolungarvík um langt árabil. Var hann for- maður þaðan í 36 vorvertíðir og 28 vetur. Sjómensk- una stundaði hann af engu minna kappi en landbún- aðinn. Hann var annálaður sjósóknari og jafnan meðal hinna allra-aflahæstu formanna. Keptust þeir mjög um sjósóknina mágarnir og nágrannarnir, Þórður heitinn á Laugabóli og hann, og stóðu jafn- an mjög nærri hvor öðrum um aflafeng. Sjómaður var hann og ágætur. Segja kunnugir og reyndir sjó- menn að aldrei hafi þeir sjeð skipi betur stýrt í stórsjó en hjá Krist- jáni, enda hlektist hon- um aldrei á alla sína formannstíð, og var þó oft á ferð í meira lagi úfnum sjó. Sjálf- ur segist Kristján hafa að náttúru verið mest upplagður til að stjórna skipi og mönn- um á sjó. Fremur hefur Krist- ján verið óhlutdeilinn um almenn mál, en fylgist þó mæta vel með í þeim öllum. Hann er að eðlisfari óframgjarn og hefur helst kosið að stunda bú sitt. Þó var hann lengi í hreppsnefnd og oddviti hennar um hríð fyr á árum. Átt hefur hann og hlut að Kaupfjelagsstofnun í hreppi sínum, og var um tíma í stjórn Kaupfjelags Nauteyrarhrepps. Um landsmál hefur Kristján alla-jafna mikið hugsað og gert sjer far um að mynda sjer sjálfstæðar og óhlutdrægar skoðanir á þeim málum. Er jeg þess fullvís, að margir þeirra, er framarlega standa í hinni pólitísku orrahríð, hafa ekki lagt meiri alúð við að kynna sjer það, sem stjórnmálaflokkarnir hafa fært fram málstað sínum til stuðnings, en hann. Ákafur flokksfylgismað- ur hefur Kristján eigi verið, en þó veit jeg eigi til, að hann hafi nokkuru sinni verið í vafa um, hverjum hann ætti að veita lið við alþingiskosningar og því um líkt. Umbótamál landsins og öll þjóðþrifafyrirtæki eru honum mikið áhugamál. Hann hefur sterka fróð- leiksfýsn, og er því víða heima af lestri blaða og bóka og viðtali við menn. Síðari árin hefur hann gefið sjer tíma til ferðalaga nokkurra um landið, sjer til fróðleiks og ánægju, og er því kunnugur högum og framkvæmdum margra stjettarbræðra sinna. Kristján hefur verið iðjumaður mikill og afkasta- maður til verka. En þótt hann sækti störf sín af miklu kappi og engum leyfðist að dotta við verk undir stjórn hans, þá voru þau hjón ávalt hjúasæl, og keptust menn eftir skiprúmi hjá honum meðan hann var formaður. Tóku því allir vaskir drengir vel, þótt fast væri sótt störf á sjó og landi, þar sem hús- bóndinn stóð jafnan sjálfur fremstur í flokki. Hann er maður stiltur í framgöngu og jafnan hlýr í viðmóti. Hugsunarhátturinn óvenju vandaður. — Manna vinsælastur er hann. Valgerður húsfreyja er nokkurum árum yngri en maður henn- ar, fædd og uppalin á Laugabóli. Hún er annáluð afkastakona til allra verka, hög á hendur og hin mynd- arlegasta húsmóðir. Hún hefur eigi verið eftirbátur bónda síns um bústjórnina, og er henni eigi síður að þakka velmegun þeirra og það sem þau hafa framkvæmt í búskapnum. Sam- búð þeirra hjóna hefur verið með afbrigðum innileg og ástrík alla tíð. — Múla-heimilið hefur ávalt borið þann siðprýðis- og menningarblæ, er jeg hefi óvíða sjeð annan eins, og hvergi meiri. Háttprýði og heil- brigð sveitamenning haldast þar í hendur, eins og best verður á kosið. Ðörn sín hafa þau Múla-hjón kappkostað að menta sem best, með heimiliskenslu og á skólum innan lands og utan. Eignast hafa þau 7 börn; fjögur þeirra dóu ung, en þrjú eru á lífi: Guðrún kona Sturlaugs bónda Einarssonar í Múla, Sigurborg kenslukona og Magnús búfræðingur, nú bústjóri á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit. Fósturbörn hafa þau alið upp mörg, og hafa 18 börn fermst frá þeim, er verið hafa á vegum þeirra að meira eða minna leyti. Vorið 1920 ljetu þau hjón af búskap. Höfðu þau þá búið í 36 ár í Múla, og var heilsu þeirra tekið að hnigna eftir langan og starfsaman vinnudag. Tók þá Magnús sonur þeirra við jörðinni, en ljet hana að tveim árum liðnum í hendur Sturlaugi mági sínum,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.