Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 14
14
ÓÐINN
II.
Horfinn er nú halurinn fríði,
hann, sem áður lengi var
höfuð sveitar, hjeraðsprýði,
hyggni og dug af flestum bar.
Von er þó að vinunum svíði
viðkvæm undin saknaðar.
Hann var fæddur höfðingsmaður,
holt með vit og djúpsæ ráð;
siðagætinn, sífelt glaður,
sýndi þrek með hygni og dáð.
Þetta sannar þessi staður,
þar sem hold hans geymir láð.
Man jeg vel hve voru í skorðum
verkin formuð alla tíð.
Djarft ei við hann deildi orðum
drengjalið við verkastríð.
Sem Reykjahóla-ráður forðum
ráðið gat hann margskyns lýð.
Sjerhvers greiða vildi úr vanda
viðkvæm lund hans kát og þýð;
gerði mörgum glatt í anda
góðsamt spaug hans, laust við stríð.
Verkamerkin vökul standa,
varir minning hrein og blíð.
Sigfús Sigfússon.
Sí
Drachmann og Lange-Miiller.
Hjer á undan er sýnd mynd af Holger Drachmann, sem var,
svo sem kunnugt er, mesta ljóðskáld Dana á sinni tíð, fæddur
1846, dáinn 1908, og er þessi mynd tekin af honum þegar
hann var um sextugt. Yms af kvæðum hans hafa verið þýdd á
íslensku, en ekkert af stærri ritverkum hans fyr en nú síðastl.
vetur. Þá var sýndur hjer leikurinn „Einu sinni var —“ (Der
var engang) og sagði Adam Poulsen leikhússtjóri frá Khöfn
fyrir um meðferð hans og Ijek sjálfur aðalhlutverkið. í leikn-
um er mikið af söngvum og hefur tónskáldið P. E. Lange-
Múller (fæddur 1850) samið Iög við þá. Eitt af þeim lögum
hefur oft verið sungið hjer áður, með því að Þorsteinn Er-
lingsson orti undir því aldamótakvæði sitt um ísland: „Þú ert
móðir vor kær“.
Sl
júlíus Halldórsson.
In memoriam.
»Þjettur á velli og þjettur í lund«, þrunginn orku,
fjöri og framkvæmdahug, svo var Júlíus Halldórsson,
er hann var upp á sitt hið besta.
Fjörið og þrekið entist fram á elliár. »Hann er
kátari, fjörugri og frjálslyndari og jafnvel hraustari
en flestir ungu mennirnir«, sagði prófessor Guðm.
Hannesson um hann, er hann varð sjötugur. Og var
sannmæli.
Nema um hreystina, ef átt var við heilsuhreysti.
Hún var ekki svo mikil sem sýndist. Mörg hin síð-
ari ár, er hann gegndi hjeraðslæknisembætti, var
hann tímum saman mjög kvalinn af gigtveiki. En
ókunnugir urðu þess lítt varir, því að aldrei ljet
hann það hamla sjer frá störfum eða ferðalögum.
Svipaði honum í þessu, sem fleiri háttum, til föður
síns, Halldórs yfirkennara Friðrikssonar, sem þjóð-
kunnur var fyrir ósjerhlífni og dugnað. Að vísu mun
hann minna hafa þjáðst af gigtinni eftir að hann Ijet
af embætti og hætti að hafa jafnmikil ferðalög og
áður; en sumarið 1923 fjekk hann talsverðan snert
af heilablæðingu (eða oblit. ves. e arteriosclerose),
og mun tæpast hafa náð sjer til fulls eftir það áfall.
Ekki Ijet hann það þó aftra sjer frá, að takast all-
langa ferð á hendur um haustið í verstu illveðratíð,
til Borðeyrar, og skoða þar útflutningskjöt, eins og
hann hafði gert undanfarin ár. Gekk það alt miklu
betur en búast hefði mátt við, og voru því vinir og
vandamenn farnir að verða vongóðir um, að »jel eitt
mundi verið hafa« sjúkleikinn um sumarið, og að
þeir fengju að halda honum mörg ár enn. En svo
kom nýr, þungur sjúkdómur á ofanverðum vetri, er
gerði þær vonir að engu, og ljetst hann, eins og
kunnugt er, eftir þunga legu 19. maí 1924.
Júlíus var einn af lærisveinum Jóns landlæknis
Hjaltalíns áður en læknaskólinn var stofnaður, út-
skrifaður af honum 1872. Var minning Hjaltalíns
honum jafnan kær, og mintist hann hans oft með
lofi og virðingu svo jeg heyrði. Starfsþrek og áhugi
Hjaltalíns hefur laðað að honum þennan lærisvein
hans, er átti sömu eigindir í sínu fari, og á hinn
bóginn mun Hjaltalín hafa haft miklar mætur á Júlí-
usi. »Discipulo meo diligentissimo Julio Fridriksonio.
— J. Hjaltalinus*, er ritað með hendi Hjaltalíns
framan á bók eina, er hann gaf Júlíusi á námsárum
hans. — Eftir að Júl. lauk embættisprófi fór hann til