Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 47

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 47
ÓÐINN 47 Sigmundur Jónsson og Guðrún Sigfúsdóttir í Gunnhildargerði. Sigmundur ]ónsson. Ritstjóri »Óðins« hefur beðið mig að senda blað- inu nokkur orð um þessi merku hjón, og er jeg fús að verða við þeim tilmælum eftir því sem föng eru til. Sigmundur ]ónsson var fæddur í Gunnhildargerði í Tunguhreppi 4. ágúst 1852. Foreldrar hans voru hjónin ]ón Vigfússon og Guðrún Asmunds- dóttir, sem bjuggu þar lengi. ]ón faðir Sigm. var tvígiftur. Fyrri kona hans hjet Sesselja Pálsdóttir. Áttu þau saman 4 börn, sem öll urðu fulltíða og voru: Magnús, merkur bóndi á Galtastöðum ytri, Rannveig kona ]óns ]ónssonar á Torfa- stöðum í ]ökulsárhlíð, Páll, bió á Hlíðarseli á Bótarlágheiði — nú í eyði — og Vigfús, sem bjó á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá. Seinni kona ]óns var Guðrún Asmundsdóttir og áttu þau einnig 4 börn, sem hjetu: Sigmundur, Þórarinn, Ásmundur og Sesselja. Öll dóu þau um tvítugsaldur nema Sig- mundur einn. Guðrún Sigfúsdóttir, kona Sigmundar, er fædd 5. sept. 1862. Hún er dóttir Sigfúsar Þorkelssonar frá Njarðvík og konu hans Bjargar Eiríksdóttur frá Vífilsstöðum, systur Eiríks heit., sem þar bjó lengi myndarbúi, og þeirra systkina. Sigfús og Björg, foreldrar Guðrúnar, bjuggu lengi á Straumi í Tunguhreppi og eignuðust 4 börn saman, er hjetu: Guðrún, kona Sigmundar í Gerði, Guðlaug, kona ]óns yngra á Torfastöðum, fór til Ameríku, Málfríður, kona Sigfúsar Eiríkssonar frá Vífilsstöð- um og Eiríkur, sem dó um fermingaraldur. Þau Guðrún og Sigmundur giftust 23. des. 1880 og byrjuðu búskap í Gunnhildargerði, efnalítil. Bjuggu þau þar síðan góðu búi í nærfelt 40 ár. Var Sigm. þá orðinn heilsulaus og ljet af búskap, en keypti jörð- ina árið 1919 af landsstjórninni, því að Gnnnhildar- gerði var kirkjujörð (hjáleiga frá Kirkjubæ) og af- henti hana síðan Eiríki syni sínum, sem hefur búið þar síðan. Þau Guðrún og Sigm. áttu 10 börn saman. Af þeim eru 9 á lífi, en eitt dó ungt. Þau, sem á lífi eru, heita: Björg, kona Stefáns hreppstjóra Sigurðs- sonar á Sleðbrjót. Þórey, kona Kristjáns Hansens, frá Sauðá á Sauðárkróki. Anna, kona ]óns málara Jónassonar á Seyðisfirði. Guðrún, kona Guðm. bónda Halldórssonar á Dratthalastöðum. Guðlaug, kona Pjeturs Sigurðssonar bónda á Hjaltastað. Katrín, kona Sigfúsar Magnússonar bónda á Galtastöðum. Eiríkur, bóndi í Gunn- hildargerði. ]ón heima- maður þar og Sigfús, nú á Eiðaskóla, allir ógiftir. Gunnhildargerði er fremur ljeleg bújörð, en túnið hefur samt mikið batnað í tíð Sigm., hefur verið sljettað, og öll hús bygði hann upp. í mörg ár hafði Sigm. afnot af hálfri jörðinni Nef- bjarnarstöðum, sem er næsti bær við Gerði. Að öðrum kosti hefðu þau hjónin ekki getað framfleytt barnahóp sínum og gestamörgu heimili. Sigm. var hár maður vexti, þrekinn og karlmann- legur á velli, fjör- og kappsmaður á yngri árum og stilti þá oft lítt við hóf meðferð á sjálfum sjer. Hann var glaðlyndur að upplagi og ljettur í máli, en skap- mikill og bráðlyndur. Allra manna var hann hrein- skilnastur og drengskaparmaður hinn mesti. Það kom eflaust fram á seinni árum hans, að hann var ósjerhlífinn á yngri árum, því að hann misti heils- una að mestu um sextugt og seinustu árin lá hann alveg í rúminu og gat nálega enga björg sjer veitt. Hann vildi »vinna meðan dagur var« og kunni ekki þá aðferð lítilmenna, að gaufa áhugalaust við nokkurt starf. Heilsuleysið var þungt mótlæti fyrir annan eins dugnaðarmann og Sigm. var, því að hann var að upplagi sjálfstæður og vildi ekki vera öðrum til byrði. En lán var það fyrir hann í þeim raunum að hann var vel giftur og átti góð börn, enda reyndist kona hans honum tryggur lífsförunautur og börnin góð elli- Quðrún Sigfúsdóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.