Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 39
ÓÐINN 39 tímana en til skólaára minna. Á þessu fjekk hann líka að kenna þessi maður, sem hjer er látinn. Því þótt sumir læknar og yfirvöld vildu honum jafnan vel, þá voru aðrir, sem lögðu hann í einelti og gerðu alt, sem þeir gátu, til að hefta starf hans. En ómeiddur slapp hann út úr öllum þeim eltingaleik og var sem vinsældir og trú manna á læknisdómum hans yxi að sama skapi sem hann var meira lagður í einelti. Nú á hinum síðustu tímum var öllum þess- um eltingaleik slotað. Jafnvel læknarnir voru orðnir svo vitrir, að líta svo á, að rjettast mundi að lofa hverjum manni að leita sjer þar hjálparinnar, sem hann helst vænti hennar. — Austan úr Skaftafells- sýslu fluttist Lárus sál. suður á Vatnsleysuströnd; mun það hafa verið kringum 1870. En þjóðhátíðar- árið, 1874, reisti hann bú á Hellum, og var það ný- býli. Sex árum síðar keypti hann hálfa Ásláksstaði, bygði þá upp og nefndi Sjónarhól; bjó hann þar síðan góðu búi og stundaði bæði landbúnað og sjáv- arútveg, auk lækninga, sem hann á þeim árum fjekst mikið við; ferðaðist hann bæði sjálfur víða um land, var sóttur til sjúkra manna í öðrum landsfjórðungum og úr cllum áttum komu menn til hans til að leita sjer hjálpar. Er það nú og jafnan þýðingarlaust að ganga móti þeim sannleika, að hann hjálpaði afar- mörgum, að lækningar hans hepnuðust vel og að hann oft veitti meinabót mönnum, sem lærðu lækn- arnir voru frá gengnir. Tel jeg það sjálfsagðan hlut, að unna honum þess sannmælis látnum, hvort sem einhverjum einstökum manni muni líka það betur eða ver. Meðan Lárus sál. bjó á Ströndinni syðra, stóð hagur hans með miklum blóma, enda var hann dugn- aðar- og aðfærslumaður, og auðgaðist á þeim árum, enda þótt ómegð hlæðist á hann. Eitt lán hans var það, að hann átti hina mestu gæðakonu, Guðrúnu sál. Þórðardóttur, en hún andaðist 5. júní 1918. Var hún manni sínum samhent í öllu því, sem betur mátti vera. Þau eignuðust mörg börn, sem mannast hafa ágætlega, eins og kunnugt er; enda sparaði Lárus sál. ekkert börnum sínum til menningar og mentun- ar. Hin seinni ár aldarinnar, sem síðast leið, voru erfið í ýmsum greinum hjer við sunnanverðan Faxa- flóa; hnignaði þá efnahag margra þar suður frá, þótt gildir bændur væru áður taldir. Þótti þá Lárusi sál. fýsilegra að ráðast þaðan í braut, og fluttist hann þá með fjölskyldu sína hingað til Reykjavíkur 1899, og dvaldi hjer síðan til dauðadags. En lækningastörfum hjelt hann áfram til æfiloka; ferðaðist hann út um land á sumrum meðan heilsa og kraftar leyfðu, og var hann þá jafnan mjög aðsóttur af sjúkum mönn- um og heilsubiluðum, hvar sem hann fór. Var hann fyrir þessar sakir kunnugur orðinn að fornu og nýju um endilangt Island, og átti marga og góða vini í flestum, ef ekki öllum sýslum landsins. Á síðari árum var heilsan tekin að hnigna, hann var orðinn slitinn maður. Veturinn 1917—18 lagðist hann og var lengi þungt haldinn, og var þá um hríð tvísýnt um líf hans. Samt komst hann á fætur eftir þá legu, en náði sjer ekki aftur til hlítar. Samt hafði hann þolanlega heilsu, og að sumu leyti betri en við mátti búast, alt þangað til nú upp á síðkastið, að honum elnaði sótt- inn á nýjan leik og leiddi til bana 16. þ. m. Það er merkur sæmdar- og atorkumaður, sem hjer er til moldar hníginn, sem á það skilið, að honum sje til grafar fylgt með virðingu og þakklæti þeirra, sem eftir lifa. Það var margt vel um þennan látna vin okkar bæði til sálar og líkama. Hann var þjóðrækinn maður með afbrigðum, unni þjóð sinni og ættjörð af alhug, var sjerlega tryggur í lund og þjettur fyrir og forn í skapi og fastheldinn á fornar venjur 02 tryggur við skoðanir og siði feðra sinna. Meðan hann var á upprjettum fótum, þá var hann dugnaðar- maður til allrar vinnu, enda var honum hvimleið öll leti og ódugnaður. Hann var trúmaður að hætti hinnar eldri kynslóðar, hafði barnslega trú á almætti og algæsku Guðs og skoðaði sig sem barn í Guðs föðurhöndum. Hina tryggu lund hans við hið gamla og góða má nokkuð marka af því, að hann hafði sjálfur bæði munnlega og skriflega gert þá ráðstöfun, að Passíusálmar Hallgríms Pjeturssonar yrðu lagðir á brjóst sjer önduðum í líkkistu sinni . . . «. Frú Guðrún Þórðardóttir, kona L. P., var fædd 24. apríl 1854, dóttir Þórðar bónda Jónssonar á Höfða á Vatnsleysuströnd, Þorkelssonar í Hrafntóft- um í Rangárvallasýslu, Þorkelssonar s. st., Egilsson- ar, Vernharðssonar á Loftsstöðum, Ögmundssonar s. st., Magnússonar; var Ögmundur fæddur 1657 og bróðir Ófeigs lögrjettumanns í Skipholti í Árnessýslu. Kona Jóns Þorkelssonar í Hrafntóftum og móðir Þórðar á Höfða var Þuríður Guðmundsdóttir Orms- sonar og Margrjetar Gísladóttur, en Margrjet var síðari kona Árna Þorsteinssonar í Kaldárholti og móðir Gísla, föður Árna heitins leturgrafara í Reykjavík. SL

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.