Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 23
ÓÐINN 23 Henrik Ibsen (á yngri árum). Vakna, vakna! Dagen ströymer frisk og frid. Vakna, vakna! Soli lær i lund og lid. Fuglar syng og tirlar, og himlen er so blá. So vakna, vakna alle dá, ti! arbeids gá! LýÖháskólanum í Voss, 5. jan. 1923. Þorsteinn Þ. Viglundsson. Sl Noregsför glímumannanna. Hjer á undan er sýnd mynd af flokki glímumanna, sem hjeðan fór í vor til þess að sýna í Noregi íslenska glímu. A leiðinni út glímdu þeir í Þórshöfn í Færeyjum og var tekið mjög vel. J. Patursson hjelt ræðu fyrir þeim og íslandi og á eftir var sungið „O, guð vors lands“. Líka hefur komið fregn af glímusýningu þeirra í Bergen og var þar fjöldi áhorfenda. J. Blytt kaupmaður hjelt þar ræðu fyrir íslandi. A eftir var glímumönnunum haldin veitsla í samkomuhúsi Ungmennafjelag- anna í Bergen og flutti J. Lavik ritstjóri ræðu fyrir íslandi, en J. Blytt kvæði til glímumannanna. — Halda þeir svo förinni áfram til og frá um Noreg, suður til Oslóar, norður til Þránd- heims og víðar. — Formaður fararinnar er Jón Þorsteinsson. „Úh, — mjer er svo kalt“. Hátt gnæfir kofi einsetumannsins fremst á fjallsbrúninni. Langt, langt fyrir neðan liggur þjóðbrautin. Þúsund vegfar- endur streyma fram og aftur eftir götunni. Þeir líta upp til kofa einbúans en hrista höfuðin, því að brekkan er brött; þeir nenna ekki að klifra upp hlíðina eða treysta sjer ekki. í kofanum býr gráhærður munkur. Bleikar sem dauðinn eru kinnar hans, en augun eru skær sem stjörnur himinsins. Hann starir inn í blámóðu ókomins tíma. Hann skygnist niður í myrkhyl liðinna alda. Munkurinn situr við borðið og skrifar. Bækur og blöð liggja í kringum hann. Þykkir bunkar af handritum sveigja óhefiað borðið. Stórir staflar af prentuðum bókum standa á gólfinu. — Veggirnir eru fóðraðir myndum. Skógar og fjöll, fossar og ár hanga á þilinu. Dýrlingamyndir — myndir af munkum og sköllóttum kirkjufeðrum skreyta veggina. Munkurinn situr og yrkir. Hann kveður dýrðaróð um dýr- linga og einsetumenn — um gráhærðar nunnur og krúnurak- aða kanúka. Munkurinn hættir að yrkja. Hann leggur frá sjer pennann og lítur yfir myndirnar. Augun staðnæmast við eina þeirra. Hún er af klaustri. I nótt málaði hann myndina, — í morgun festi hann hana upp á vegginn. Munkurinn situr og starir á myndina. Klaustrið stendur á grösugri sljettu. — Múrarnir verja það fyrir hávaða heimsins. Turnarnir gnæfa við himin. Burstirnar teygja sig upp móti heiðblámanum — upp móti hásæti drottins. Morgunroðinn glæsir skýin og glugga klaustursins. Rúðurnar Ijóma sem logandi eldur. Omur kirkjuklukknanna hljómar yfir sljettuna. Hundráð munkar krjúpa á knje og lofa drottinn. Sólin hellir ljóssins veigum yfir turna klaustursins. Þjófurinn sefur og dreymir nóttina. Verkamaðurinn vakir og erfiðar. Munkurinn fastar og refsar sjer fyrir syndir Adams-barna. Sólin er hnígin. Kvöldroðinn faðmar turna klaustursins. Uglurnar bregða blundi. Þrestirnir þagna, sofna og dreyma daginn. Hundrað munkar krjúpa á knje og biðja drottinn. — Hundrað munkar hneigja höfuðin og hrópa á miskunn guðs. Englunum fjölgar. Munkarnir fæðast og deyja. Munkurinn situr og starir á myndina hljóður og hugsandi. Roði færist í bleikar kinnarnar. Heilagur eldur brennur úr augum hans. „A morgun sæki jeg blessun páfans". Það er barið að dyrum. Munkurinn hrekkur við. „í dag hef jeg ekki tíma til að sinna þjer“, hugsar munkurinn, — en hann hlustar og þegir. Hurðin er opnuð. — Ung stúlka gengur inn í klefann. Hún er yndisfögur. í svipnum er bárnslegt sakleysi. Hún er feimin og fitlar við fellingarnar í kjólnum sínum. — Hún nemur staðar — stendur og starir á munkinn. Hún þegir, en brosir og roðnar. Munkurinn krossar sig. — „Satan í ljóssengilsmynd", hugsar munkurinn, „vík burt hjeðan". En tungan breytir orðunum. Munkurinn segir: „Fáðu þjer sæti“. Stúlkan horfir í kringum sig. — Enginn stóll er í herberg- inu nema þessi, sem munkurinn situr í. — Stúlkan roðnar. Glampa bregður fyrir í augunum. Hún gengur til munksins.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.