Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 48
48 ÓÐINN stoð. Seinustu árin varð að vaka yfir honum að mestu hverja nótt. Það gerðu synir hans mest til skiftis, svo og að nokkru Katrín dóttir hans, sem giftist seinast systranna. Allar hinar systurnar voru áður giftar og komnar í húsfreyjustöður. Aldrei heyrði jeg æðruorð eða kvörtun frá fjölskyldu Sigm., yfir veikindum hans og þeim erfiðleikum, er af þeim leiddu. Það fór fram möglunarlaust og rólega til þess síðasfa og var það fallegt fordæmi. Sigm. Ijest 18. jan. s. 1. eftir 12 ára erfiða vanheilsu — líkl. taugabilun — og var jarð- sunginn á Kirkjubæ af sóknarprestinum síra Sigur- jóni Jónssyni. Óskað var eftir heimagreftri, en var þverlega synjað. Guðrún kona hans var 10 árum yngri og er enn ern, þótt mikið hafi reynt á þrótt hennar, bæði það að sjá um mörg börn, og þó eink- um síðustu árin stöðugar áhyggjur og andvökur vegna veikinda manns hennar. Hún var fríðleiks og mynd- arkona að upplagi og ber hún þess glögg merki enn. Kemur það greinilega fram á börnum þeirra Gerðis- hjóna, að þau eru komin af myndarlegum foreldrum og eru vel upp alin. Hefur Guðrún reynst hin mesta merkiskona alla tíð og verið prýði meðal húsfreyj- anna hjer um slóðir. Við fráfall Sigmundar í Gunnhildargerði reikar hug- ur minn ósjálfrátt aftur í tímann til unglingsára minna. Þá voru hjer í Tunguhreppi margir myndarbændur á efri árum, flestir vel efnaðir. Varð Sigmundur sein- astur þeirra í gröfina, enda í yngri röð þeirra. Ymsir af þessum gömlu bændum áttu altaf nóg hey hvernig sem viðraði og urðu því aldrei heylausir. Þeir voru oft bjargvættir sveitarinnar í harðindum, bú þeirra voru heyforðabúrin. Nú eru þessir gömlu menn horfnir og yngri kynslóðin tekin við, eins og er gangur lífs- ins. Heyforðabúrin eru líka horfin, því að nú eru allir jafnir, ef harðindi bera að höndum, enginn, sem neitt getur rjett hjálparhönd í harðindum.' Þótt þessi sje reynsla hjer í hreppi, er það ekki eins dæmi; jeg ætla að svona sje nálega alstaðar ástatt. Ekki get jeg ætlað að það sje fyrir afturför hjá yngra fólkinu, heldur vegna breyttra kringumstæða og búshátta. En yngri kynslóðin verður að eiga sín forðabúr, sem tryggi búpeninginn betur en nú er fyrir harðindum, annars fer ver fyrir henni en gömlu mönnunum, sem reyndu að bjarga hver öðrum. Sigmundur var ekki settur við neinn bókmentabrunn á yngri árum, frekar en aðrir alþýðumenn þeirra tíma. En að eðlisfari var hann greindur og glöggur og allra manna skjótráðastur. Kom það glögt fram við út- tektir og virðingargerðir, svo og á fundum. Var yfir- leitt mjög gott að vinna með honum að opinberum störfum, því að hann vildi gera alt sem rjettast og var ákveðinn og fljótur að komast að fastri niðurstöðu. Aldrei gaf hann sig mikið að opinberum málum, en var ekki myrkur í máli um þau, ef á góma bar, frekar en annað. Hann hafði traust sveitunga sinna og var því kosinn til ýmsra trúnaðarstarfa. Þannig var hann lengi sýslunefndarmaður fyrir Tunguhrepp; sömul. hreppsnefndar- og sóknarnefndarmaður, út- tektar- og virðingamaður með ýmsu fl. Mundi enn meira hafa borið á hæfileikum hans, ef hann hefði notið þeirra mentunar í æsku, sem alþýða manna á nú kost hjer á landi. »Bóndi er bústólpi og bú er landsstólpi«, segir gamli orðskviðurinn. Er það eflaust sannur málsháttur, því að íslenska þjóðernið stendur og fellur með bændastöðunni — landbúnaðinum, og er því mikið í húfi hvernig sú staða er rækt. Þau Gerðishjón eru meðal þeirra, sem framarlega stóðu í fylkingu bænda- stjettarinnar. Þau sátu vel jörð sína og bættu hana mikið, þótt leiguliðar væru. Jafnframt ólu þau upp mörg efnileg börn, sem hafa flest fylgt dæmum þeirra og setst að í sveit sem húsbændur. A slíkum mönn- um er þjóð vorri mikil þörf. Nú vill fólk yfirleitt helst vera í kaupstöðum eða stunda fiskiveiðar og fækkar þeim meir og meir, nú undanfarið, sem vinna vilja að landbúnaðarstörfum. Er það því þjóðnýtt starf, sem þeir menn inna af höndum sem vinna með góðu fordæmi á móti þeim straum, er liggur frá sveitum til sjávar og sjóþorpa. Sjávarútvegurinn er nauðsynlegur, en hann má samt ekki leggja landbúnaðinn í rústir. íslensku gestrisninni hefur lengi verið við brugðið og studdu þau Gerðishjón þann orðstír okkar í fylsta mæli. Mjer fanst þeim þykja vænt um þegar húsfyllir gesta var á heimili þeirra, og meiri greiðamenn en þau getur varla. Þau voru ör að fje og höfinglunduð samanborið við efnahag þeirra. Þannig mun það hafa komið nokkrum sinnum fyrir, að ef fátæklingar ná- lægt þeim mistu stórgrip, kú eða hest, ef til vill þann eina af þeirri tegund, að þau sendu honum aftur grip í staðinn. Lýsti það örlæti, því að aldrei gátu þau kallast rík, komust aðeins vel af með barnahópinn sinn. Er það að yonum, að á eftir slíkum mönnum sje horft, er þeir hverfa hjeðan, og hvöt er það fyrir börn þeirra, að standa vel í stöðu sinni, enda hafa börn Gerðishjóna þegar sýnt það með framkomu sinni. Rilað I maí 1925. Björn Hallsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.