Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 28
28 ÓÐTNN höndum. Þegar á fyrstu búskaparárum hans var hann kosinn í hreppsnefnd í Vindhælishreppi, og litlu síðar var hann skipaður hreppstjóri í sama hreppi. Frá þeim starfa var hann þó fljótt leystur sökum heilsu- leysis. Skjótt eftir að hann kom að Veðramóti var hann kosinn oddviti í Sauðárhreppi, og eftir að þeim hreppi var skift í tvo hreppa, Sauðárkrókshrepp og Skarðshrepp, var hann kosinn sýslunefndarmaður í Skarðshreppi og hafði þann starfa á hendi fram á síðustu ár. Hreppstjóri var hann í þeim hreppi í 32 ár. Nokkur ár var hann í stjórn Kaupfjelags Skag- firðinga. Fjórum sinnum var hann kjörinn úttektar- og virðinga-maður á öllu búi skólans á Hólum í Hjaltadal. í yfirfasteignanefnd Skagafjarðarsýslu var hann skipaður ásamt sýslumanni og Olafi alþm. Briem, og fleiri lík störf hefur hann haft á hendi. Öll þessi störf hefur hann leyst af hendi með rögg- semi, samviskusemi og hagsýni. Það hafa fjelags- bræður hans vottað með því að kjósa hann til þeirra hvað eftir annað, og yfirmenn hans hafa játað það með því að sæma hann heiðursmerki Dannebrogs- manna. Þegar þess er gætt, hve mörgu hann hafði að sinna utan heimilis og í annara þágu, þá er það furða, hve vel hann gat sint aðalstarfi sínu, umsjón heimilis síns og uppeldi sinna mörgu barna. Þau hjón eignuðust alls 12 börn. Af þeim dóu tvö á unga aldri, piltur og stúlka. Hin 10 komust til full- orðins ára, 6 synir og 4 dætur, öll mjög vel gefin og hin mannvænlegustu, enda ekkert til sparað að ala þau upp og menta sem best. Elsti sonur hans, Stefán að nafni, hinn efnilegasti maður, er nú dáinn fyrir 10 árum síðan. Var hann giftur og tekinn að búa á einni af helstu jörðum í Skagafirði, Sjávar- borg, og þegar kominn í bestu bænda röð, en veikt- ist af berklum og kona hans einnig og dóu þau bæði eftir miklar og langvinnar þjáningar. Allir synir Björns hafa tekið próf við gagnfræðaskóla eða bún- aðarskóla og einn þeirra hefur auk þess lokið prófi við kennaraskóla í Danmörku eftir þriggja ára nám þar, og er nú skólastjóri á Sauðárkróki. Þrír af son- um hans eru nú góðir og efnaðir bændur í Skaga- firði, og einn hefur stundað verslunarstörf á Akur- eyri. Dætur hans hafa allar mentast heima og á kvennaskólum, og ein þeirra hefur auk þess verið utanlands, í Danmörku og Noregi, og numið garð- yrkjufræði, og hafði um 9 ára skeið umsjón með garðyrkjustöðinni á Akureyri. Önnur er gift frænda sínum, Bjarna Sigurðssyni bónda í Vigur á ísafirði, sú þriðja er og gift frænda sínum, Árna Daníelssyni frá Aug. Strindberg. Sjávarborg, og eru þau hjón nú í Ameríku, og hin fjórða er ógift hjá systur sinni í Vigur. Til þess að vinna það verk, sem Björn hefur unnið, þarf góð efni, og til þess hefur hann einnig varið miklu fje, en minst af því var erfðafje, heldur nálega alt aflafje hans sjálfs. Búi sínu kom hann svo í blóma að það var oft stærsta búið í sveitinni og einkum besta búið, enda stjórnað jafnt með skörungs- skap og hyggindum. En þar var hann ekki einn að verki. Kona hans, »brúðurin frá Heiði«, var afbragðs- kona, vann með ró og stillingu en óþreytandi að því að annast börn sín og bú og að styðja mann sinn í öllu góðu og nytsömu verki. Það var í sannleika bæði mikið verk og fagurt, sem hún vann á heim- ilinu með ástúðlegri umhyggju fyrir manni sínum og börnum og með því að efla í öllu sæmd heimilisins. Öll sambúðin var fynrmynd og yndislegt að koma á heimili þeirra, sjá börnin, sem öll voru mjög efnileg, sjá umgengnina á heimilinu, sem var snildarleg, njóta gestrisni húsbændanna, sem auðfundið var, að var af einlægum huga, og skemta sjer þar við glaðlegar samræður. Það er unaðslegt að sjá þvílíkt heimili, þar sem auðsjáanlega hvílir blessun og ánægja yfir öllu. Konu sína misti Björn árið 1903, eftir 26 ára sambúð, og tregaði hana til æfiloka. Nú er störfum Björns lokið og þau vel unnin. Hann andaðist á Sauðárkróki 23. jan. s.l. og var öll- um kunnugum harmdauði. Væri gott að landið okkar ætti sem flesta hans líka að dáð, drengskap og öll- um mannkostum. J. Ó. M.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.