Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 40

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 40
40 ÓÐINN 40 ára kaupmannsafmæli. 28. maí 1885 byrjaði Pjetur M. Bjarnarson kaup- maður verslun á Isafirði ásamt bróður sínum, Sigfúsi konsúl, sem dáinn er fyrir nokkrum missirum (sbr. Óðinn 1923), og átti hann því 40 ára kaupmanns- afmæli 28. maí í vor. Þessa verslun ráku þeir bræð- urnir í 10 ár. Eftir það byrjaði Pjetur á timburversl- un á ísafirði og jafnframt tók hann að sjer báta- ferðir um Isafjarðardjúp og hjelt þeim uppi með styrk úr landsjóði í 8 ár. Síðan tók hann einnig að sjer bátaferðir um Breiðafjörð og Vestfirði og hjelt þeim uppi í 2 ár. Vildi þá enginn taka þessar ferðir að sjer fyrir þann styrk, sem í boði var, og hafði gengið svo í 2 ár, að hann var ónotaður, þegar P. M. B. tók að sjer ferðirnar. Einnig tók P. M. B. fyrstur manna að sjer bátaferðir við Norðurland, eftir beiðni bæjar- stjórnar Akureyrar og sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu, og hjelt uppi ferð- um milli Akureyrar, Húsavíkur, Siglufjarðar, Skagafjarðar og Gríms- eyjar í 2 ár. Þetta var byrjun slíkra ferða bæði á Breiðafirði og við Norðurland. A ísafjarðardjúpi hafði Ásgeir Ásgeirsson áður haldið uppi flutningaferðum, en vildi hafa til þess meiri styrk en Alþingi vildi veita. Þegar P. M. B. byrjaði á útgerð flutningabátanna, var alt slíkt miklu erfiðara en nú er, bæði að fá rekstursfje og tryggingar, og misti hann einn af bátum sínum óvátrygðan á Álftafirði vestra 1901. P. M. B. varð fyrstur til þess að koma upp íshús- um við Isafjarðardjúp, í Bolungarvík og Hnífsdal, skömmu eftir 1890, og 1906 setti hann á stofn á ísafirði niðursuðuverksmiðjuna »ísland« og rak hana í 7 ár, sauð niður fisk, síld, kjöt o. s. frv. Hafði hann fengið markað fyrir niðursuðuvörur sínar víða um heim og gullmedalíur frá Ðerlín, Vín og Róm. Hann hafði vörur sínar á sýningu í Árósum í Dan- mörku 1909 og í Khöfn 1911 og fjekk medalíur á báðum stöðunum. Hann setti og á stofn Brauðgerðar- hús Isafjarðar, sem enn er starfrækt, og er það hlutafjelagseign. Til reksturs niðursuðuverksmiðjunnar á ísafirði þurfti mikið fje, og lenti P. M. B. um eitt skeið í fjárhagsvandræðum út af því fyrirtæki og varð að hætta við það. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og setti hjer á stofn niðursuðuverksmiðju og starfrækti hana til 1919, en seldi hana þá, og brann hún síðar í húsi Jónatans kaupm. Þorsteinssonar. Nokkru síðar, 1922, setti P. M. B. hjer á stofn kaffibrenslu með nýtísku áhöldum og 1924 kaffibætisverksmiðjuna »Sóley« og starfrækir hvorutveggja enn. Hefur P. M. B. fengist við margt og verið duglegur maður og hagsýnn. Hann er fæddur 3. júní 1866, sonur Stefáns sýslu- manns Bjarnarsonar, er síðast hjelt Árnessýslu, bjó í Gerðiskoti og andaðist þar 1890. Kona hans og móðir Pjeturs var dönsk, fædd Jörgensen, og andaðist hún í Ár- bæ í Holtum um síðastl. aldamót, hjá frú Kamillu dóttur sinni og tengdasyni sínum Magnúsi Torfa- syni sýslumanni. P. M. B. fór að heiman 13 ára gamall og að verslun á Eyrar- bakka, en síðan í Reykjavík. Hann fór svo á verslunarskóla í Khöfn og kom þaðan, er hann byrjaði verslun ásamt Sigfúsi bróður sínum á ísafirði. — Hann er kvæntur danskri konu, sem Sophy heitir, fædd Jensen, dóttir skógarfógeta Jensens á Högholm nálægt Vejle. Hefur hún numið tannlækningar og stundar þær. Þau giftust 1906, en eiga engin börn. Af því, sem sagt er hjer á undan, má sjá, að P. M. B. er einn þeirra manna, sem bæði hafa löngun til þess að koma fram nýjungum í íslensku atvinnu- lífi og líka áræði til þess að leggja út í tilraunirnar. Það fer oft svo, að þeim mönnum hlekkist á, sumum hvað eftir annað. En þarfir menn eru það engu að síður. Allar skynsamlegar tilraunir til þess að efla íslenskan iðnað og skapa hjer nýjar atvinnugreinar ættu að vera vel metnar af almenningi og virtar við þá menn, sem fyrir þeim gangast. Sl Pjetur M. Bjarnarson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.