Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 10
ió ÓÐINN því, hvað þeim hjónum tókst að greiða úr þeim vandræðum, sem mörgu öðru. En oft voru þau þreytt á þeim árum, einkum húsfreyjan, þótt ekki sæist þess vottur á framkomu þeirra. Rjett fyrir stríðið, eða 1914, bygði ]ón annað íbúð- arhús áfast við hitt og álíka stórt og setti þar á stofn gistihús. Var einn kostur nauðugur fyrir hann að byggja þetta hús vegna þess. að ómögulegt var orðið að fullnægja ferðamannastraumnum með þeim húsa- kynnum, sem voru, og nálega ómögulegt að halda reglu á heimilinu, nema aðgreint yrði sem mest greiðasala og búskapur. Fjekk hann í byrjun dálítinn styrk hjá Múlasýslum til þess að reisa gistihúsið. Var by9S'n9 þess h'ð mesta nauðsynjaverk og hefur gisti- húsið verið rekið með mesta myndarbrag alla tíð síðan, fyrst af Jóni og Margrjeti og nú seinustu árin af Sveini syni þeirra og Sigríði Fanney konu hans. En ekki taldi Jón þessa gistihúsbyggingu gróða- fyrirtæki heldur óum- flýjanlega nauðsyn vegna staðhátta. Jafnframt búskapnum rak Jón verslun heima á Egilsstöðum um margra ára skeið. En aldrei var hún samt umfangsmikil. Kom það sjer oft vel fyrir menn að þurfa ekki nema í Egilsstaði að vetrarlagi þegar eitthvað sjerstakt vantaði, t. d. ef menn dóu einhversstaðar, og losnuðu ýmsir á þann hátt við baggaburð af Seyðisfirði, sem var þó allalgengur áður en vegur var lagður um Fagradal. Þrátt fyrir það þótt Jón ræki þessa versl- un, þá var hann í raun og veru heilbrigður sam- vinnumaður og sýndi það í verkinu, fyrst með for- stöðu Pöntunarfjelags Fljótsdalshjeraðs og svo með því að gerast forgöngumaður fyrir stofnun nýs fjelags á rústum þess. Þetta nýja fjelag er Kaupfjelag Hjer- aðsbúa, sem var stofnað 1909. Þegar Pöntunarfjelag Fljótsdalshjeraðs varð gjaldþrota, sama árið, var búið að nota lánstraust fjelagsmanna til þrautar við flest helstu verslunarhús á Norður-löndum. Var því ekki álitlegt að stofna fjelag tafarlaust á sama svæði, þar sem engin líkindi voru til þess, að það fengi lánaðar vörubirgðir. Þá bauðst Jón til þess, að útvega hinu nýja fjelagi vörur upp á sitt nafn og með því eina móti var hægt að mynda fjelagið og hafði hann for- stöðu þess á hendi fyrstu árin. Sást þá sem oftar hversu gott traust menn báru til hans erlendis. En þegar Jón varð að láta af forstöðu fjelagsins vegna sjóndepru, tók við henni Þorsteinn sonur hans, sem naut góðra ráða föður síns við það starf og hefur reynst hinn nýtasti maður í þeirri stöðu síðan. I eftirinælum, sem Jónas Jónsson alþm. hefur ritað í blaðið »Tímann« um Jón Bergsson, segir hann: »Nú er fjelag Hjeraðsbúa ein hin sterkasta sjálfs- eignaverslun bænda á Islandi«. Þetta segir maður, sem er nákunnugur kaupfjelagsskap, hvað sem ann- ars er um hann sagt, og ætla jeg ekki að rengja þann dóm, enda er mjer það fjelag of skylt til þess að jeg vilji dæma um starfsemi þess. En þessi um- mæli benda á það, að fjelaginu hafi verið veitt góð forstaða frá byrjun og hefur Jón Bergsson lagt þar undirstöðuna og stutt síðan að því með hollum ráðum, að vel hafi verið á hana bygt. Fjelagsmenn hafa á- kveðið að stofna minn- ingarsjóð, sem beri nafn Jóns. Vilja þeir með því sýna þakklæti sitt til aðalstofnanda Kaupfje- lags Hjeraðsbúa og besta styrktarmanns þess alla tíð. Af því, sem að framan er sagt, er ljóst, að Jón var enginn meðalmaður til allra framkvæmda. Hann var hugsjóna- og atkvæðamaður og reglulegt skáld, þótt hann orkti ekki ljóð. Hann yrkti jörð sína og í fornu máli mun sögnin að »yrkja« hafa haft sömu merkingu, hvort sem um var að ræða að rækta hug- ann eða jörðina. Þýddi því sögnin að búa til verð- mæti, sem ekki voru áður til. Það hefur Jón gert á Egilsstöðum. Fáa menn eða enga hef jeg þekt, sem hafa haft eins örugga trú á framtíð þessa lands og hann, eða stærri hugsjónir um framfarir ókomna tímans. Virtist mjer sú trú styrkjast en ekki veikjast með hækkandi aldri. Svo bjartsýnn var hann, að við, sem yngri vorum, máttum margir hverjir fyrirverða okkur fyrir trúleysi á framtíðina á móti bjartsýni hans, þrátt fyrir það, þótt hann sæi ekki að heitið gat seinustu ár með líkamlegum augum. En mjer virtist birta yfir sálarsjón hans, að sama skapi sem hin líkamlega dofnaði. Sinn þátt í hinni öruggu trú hans á framtíð- Egilsstaðir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.