Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 20
20 OÐINN Utsynningur úti syngur, ekki eru þvinguð hljóðin hans. Kuldinn stingur kinn og fingur. Kófrenningur stígur dans. Tímanlegri frægð og fje fæstir trúi’ jeg gleymi. Þó er eins og andinn sje ekki af þessum heimi. Snúðu þræði stefjastáls, stuðlaðu kvæðin skíru. Gullið bræða’ úr bergi máls bragafræðin dýru. Sig. K. Pálsson. Lýöháskólinn í Voss. Einu sinni var gömul kona. Hún átti sjer glugga- lausa stofu. Hún þráði að fá birtuna inn til sín, en vissi engin ráð til þess. Að lokum reyndi hún að bera hana inn í svuntu sinni. Hún stritaði liðlangan daginn og var sorgmædd yfir árangrinum. Einn dag átti maður nokkur leið þar framhjá. Hann hitti kon- una, og hún tjáði honum vandræði sín. Hann vissi ráðin. Hann tók gat á vegg stofunnar, og ljósið streymdi inn. Glöð varð konan, og maðurinn varð ósegjanlega glaður yfir að geta hjálpað henni. Svipað ástandi konunnar var ástand Dana, þegar lýðháskóla-hugmyndin varð til hjá Grundtvig- Síðan hafa lýðháskólarnir reynst þeir mestu birtugjafar þeirra þjóða er þá hafa. Voss er fögur sveit. Hún liggur inni í landinu, 107 km. frá Björgvin. Um sveitina liggur járnbrautin milli Björgvinjar og Oslóar. Árið 1887 flutti Björnstjerne Björnson ræðu í Voss. Að lokinni ræðu sungu nokkrir unglingar í þakklætisskyni ættjarðarsöngin: »]a vi elsker —«. Björnson þakkaði og ljet þá ósk sína í ljósi, að í Voss yrði reistur lýðháskóli. Þessi hugmynd gróf um sig hjá nokkrum meðlimum ungmannafjelagsins. Þeir skrifuðu ungum efnis- og gáfumanni, Lars Eskeland, og báðu hann að stofna skólann. Hann var þá orð- inn kennari, og hafði óbilandi trú á »Unga Noregi«, og brennandi hug til að hjálpa honum fram. — Það varð úr að hann beitti sjer fyrir þessu. Hann stofnaði skólann haustið 1895. Þröng voru kjörin í fyrstu; peningaleysi, illvilja manna o. fl. var við að stríða. Vilji stofnandans var einbeittur og hug- myndin var á góðum grunni bygð, því náði tiltækið framgöngu. Fyrstu árin hjelt skólinn til á Vossa- vangen, sem er kaupstaðurinn í bygðinni. Þar var skólinn illa settur. Eskeland sá því þörfina, að skól- inn fengi sjerstakt setur, þar sem hann væri útaf fyrir sig, en þó þar sem hægt væri aðdráttar. 1902 keypti hann bújörð í nánd við kaupstaðinn, og hún varð þá háskólasetrið. Erfiðleikarnir voru nú ekki minni en áður. Hjer þurfti að byggja, og peningar voru engir. Nokkurir efnaðir bændur urðu til að standa í ábyrgð, svo hægt yrði að byggja skólahús. Alt hjelt jafnvægi, og skólinn óx ár frá ári. 1911 var bygt stórt íbúðarhús fyrir sveina, og 1913 var bygt leikfimishús. Fyrir framúrskarandi dugnað, ráðsnild og mann- gæsku skólastjóra og konu hans hefur skólinn náð því að verða stærsti og einhver allra besti lýðháskól- inn hjer á landi og á Norðurlöndum. Nú í ár er nýju skólahúsi bætt við. Nemendur skólans hafa lengi haft við þrengsli að búa. Skólinn veitir vanalega 160—180 nemendum rúm. Nú á seinni árum hafa alt að 500 sótt um skólann. Lægsta aldurstakmark er 18 ára aldurinn. Uppávið eru engin takmörk. Það er ekki sjaldgæft að á skólanum sjeu nemendur yfir 30 ára gamlir. — Kenslukraftar skólans eru bæði miklir og góðir, einvalalið. Skólanum er skift í tvær aðaldeildir, sem þeir kalla: »Den utvida« og »Den vanlege«. Hvorri deild er svo aftur skift í tvent, svo að í skólanum verða fjórir bekkir. Kunnátta í norsku og reikningi ráða mestu um, í hvaða bekk hver og einn fær sæti. Námsgreinar eru þessar: Norska: Rjettritun 2 tímar á viku í hærri skólan- um, 3 tímar í þeim lægri. Nemendur skrifa heimastíl einusinni á viku. I hærri skólanum er einum tíma á viku varið til fyrirlestraæfinga. Nemendum er kent að búa hugsanir sínar í eðlilegan og ljettan búning og nota gott mál. Fyrirlestraefninu ráða þeir sjálfir. Lestur 2 tímar á viku. Nemendur fá að undirbúa sig fyrir upplestrartímana. Það er lögð áhersla á, að þeir lesi áheyrilega og fari rjett með efnið. Saga norskunnar, frá því fyrsta til nútímans, einn tími á viku. Norræna, sem hjer á landi er oftast kölluð »gamal-norsk«, einn tími á viku. Að eins í 4. bekk. Það er gerður samanburður á norrænu og »ný- norsku«, og skýrð föll o. fl. Er gert ráð fyrir að

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.