Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 35
ÓÐINN 35 er það blandað öðrum lofttegundum, sem framleiddar eru með ultra-fjólubláum ljósgeislum. Þurra loftið, sem þannig verður til, er látið streyma með allmikl- um hraða um lokaða ganga, sem fyltir eru fiski; eru fiskarnir hengdir upp á sporðunum á sjerstaka vagna og ganga þeir á hjólum. A hverjum vagni eru nál. 240 fiskar. Telst svo til, að stöð þessi skili nál. 30 skippundum af fullþurkuðum fiski á hverjum sólar- hring, en fiskurinn er aldrei látinn vera lengur en 12 tíma í einu inni í göngunum, á milli þess er hann tekinn út og settur í stakka og farið þá með hann eins og sólþurkaðan fisk. Húsþurkaður fiskur verður að fara 4—5 sinnum í þessa ganga áður en hann er fullþur, en er því skemur í göngunum sem þurkun- inni miðar áfram. Þurkunarútbúnaður þessi er einnig notaður til að herða á sólþurkuðum fiski, er vantar t. d. eina breiðslu, og er þá unt með útbúnaði þessum að skila alt að 120 skippundum á sólarhring. Þessi þurkunarútbúnaður í Haga er alldýr (með vjelum, gufukatli og öðru alt að 150,000 kr.), en beinn kostnaður við þurkun hvers skippunds (manna- hald og kol) er líkur og við sólþurkun. Er unnið nótt og dag og vinna þar 27 stúlkur (8 tíma hver á sólarhring) og 2 karlmenn (12 tíma hvor) auk vjela- manna. Stöðin framleiðir sjálf rafmagn það, sem nota þarf, með gufuafli og eru það sem næst 16 kílóvött, en vjelarnar geta framleitt 20 kílóvött. Reynsla fyrstu mánaðanna hefur þegar sýnt, að þurkunaraðferð þessi kemur að tilætluðum notum og má því búast við, að lík þurkunarhús og þetta verði reist bæði í Reykjavík og annarstaðar. Stórútgerðin íslenska er enn á bernskuskeiði; á fiskimiðunum kringum strendur landsins toga árlega mörg hundruð erlend skip. Markaður fyrir íslenskan fisk eykst nú með ári hverju og mun Iítill vafi á því, að flotinn íslenski á eftir að aukast og margfaldast á næstu áratugum. En mörg verkefni bíða útgerðar- manna um hagsýnar vinnuaðferðir, skipulag á sölu afurða og fleira. Eitt af mikilsverðustu verkefnunum er að vinna síldarmjöl og síldarlýsi í verksmiðjum og tryggja á þann hátt síldarútveginn, er hefur orðið landinu oft til stórtjóns, en á meðan hafa erlendir verksmiðjueigendur rakað saman stórfje. Magnús Blöndahl var einn af aðalmönnunum, er gengust fyrir því á síðastliðnu ári að stofna fjelag til þess að koma upp stórri síldarverksmiðju á Norðurlandi. Hefur '/3 togaraflotans þegar gengið í fjelagið og er mál þetta alt í góðum undirbúningi, en formaður Stúlka að hengja upp fisk. þessa fjelags (h.f. »Síld«) er Magnús Blöndahl. — Efling sjávarútvegsins er lífsskilyrði þjóðarinnar og mun hann verða Iandbúnaðinum að liði í framtíðinni, enda mun nú á fáu vera meiri þörf en endurreisn landbúnaðarins. A. 7. M Látum loga. Glatt vjer skulum látu loga lífs á meðan treynist fjör, fram við elli elivoga engin bíða sældarkjör. Fnjóskur. st

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.