Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 46
46 ÓÐINN Jafnframt þingmenskunni hlóðust á hann ýmisleg störf heima í hjeraði í almennings þarfir. Hann var odd- viti í sveit sinni, sýslunefndarmaður o. fl. I Vopna- firði var hann hreppstjóri og póstafgreiðslumaður. Töluvert hefur Jón frá Sleðbrjót ritað í blöð og tímarit. Bæði Seyðisfjarðarblöðin gömlu, Austri og Bjarki, geyma ýmsar ritgerðir eftir hann, og eftir að hann fór vestur ritaði hann oft í íslensku blöðin í Winnipeg, í Óðinn hjer heima og fleiri blöð. Hann hefur og skrifað nokkra þætti af Landnámssögu Is- lendinga vestan hafs, sem nú lengi hefur verið að koma út, smátt og smátt, í tímaritum þeirra, fróð- legt safn, sem síðar ætti úr að verða heildarrit. Um íslensk mál hugsaði hann altaf og átti brjefaskifti við ýmsa gamla kunninga hjer heima. Hann var ljóð- elskur maður og alúðarvinur Páls heitist Ólafssonar skálds, þótt aldursmunur þeirra væri mikill, og eng- inn mun hafa beitt sjer meira fyrir því en Páll Ólafs- son, að afla Jóni frá Sleðbrjót fylgis, er hann var fyrst kosinn á þing. Varð róstusamt á Fljótsdalshjer- aði út af þeim kosningum, því keppinautur Jóns, síra Sigurður Gunnarsson, var viðsæll maður og hafði mikið fylgi. Lifðu lengi þar eystra á vörum manna ýmsir kviðlingar, sem fóru milli Páls Ólafssonar og andstæðinga hans og Jóns út af þeim kosningum. Búmaður mun Jón aldrei hafa verið meiri en í meðallagi og efnaður varð hann aldrei. Arin 1880—90 voru mestu harðindaár á Austurlandi og hnektu að sjálfsögu velmegun allra þeirra, sem þá höfðu nýlega byrjað búskap, eins og átti sjer stað um Jón. Hann hafði allstórt bú og ýmisleg umsvif fram yfir það, sem alment gerðist. Hann var örlátur maður, en eng- inn eyðslumaður. Einhverra orsaka vegna var hann orðinn svo skuldugur síðustu dvalarár sín hjer, að hann gat ekki undir því risið og varð gjaldþrota rjett áður en hann fór vestur. Gamall kunningi hans úr Jökulsárhlíðinni, Jón Sigurðsson, sem verið hafði þá mörg ár vestra, lánaði honum fje til þess að komast með skyldulið sitt vestur um haf. Kona Jóns var Guðrún Jónsdóttir, fædd 20. okt. 1855, dóttir Jóns bónda á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð Þorsteinssonar. Þau giftust 14. júlí 1876 og eignuð- ust 11 börn. Dóu 4 þeirra í æsku, en 7 voru á lífi er faðir þeirra ljetst, 3 synir, Páll, Guðmundur og Jón, og 4 dætur, Björg, Ragnheiður, Helga og Ingi- björg. Björg var gift áður en þau fóru vestur Bjarna ljósmyndara Þorsteinssyni frá Höfn í Borgarfirði eystra, og eiga þau heima í Selkirk vestra. Bræð- urnir voru, er faðir þeirra dó, allir ókvæntir, en Ragnhildur var gift Þorsteini bónda Guðmunssyni við Leslie í Saskatchewan og Helga Eysteini Árnasyni í Winnipeg. Þau Jón og Ingibjörg voru þá til heimilis hjá móður sinni, er fyrir skömmu hafði flutst til Winnipeg. Fyrstu árin sem Jón dvaldi vestra, var hann með fjöldskyldu sína í Álftavatnsbygð hjá Jóni Sigurðssyni vini sínum, sem fyr er nefndur. Þaðan fluttust þau í Siglunesbygð við Manitobavatn og bjuggu þar fram til vorsins 1923. »Búnaðist þeim mæta vel, enda nutu þau góðrar aðstoðar sona sinna uppkominna*, segir í eftirmælagrein um Jón í Heimskringlu, 2. jan. 1924. »Aldrei kunni Jón hjer fyllilega við sig«, segir í sömu greininni. »Var hugurinn tíðast heima í sveitinni hans fornu. Heilsu hafði hann þó allgóða framan af, en lakari hin síðustu ár«. Veturinn 1923 fann hann fyrst til munu til sjúkleiks þess, er dró hann til dauða, og í maí 1923 var hann fluttur á skjúkrahús í Winni- peg. Skömmu síðar fluttust kona hans og börn, sem hjá þeim voru, til bæjarins, og dvaldi hann eftir það á heimili þeirra, og andaðist þar. Guðrún dóttir Bólu-Hjálmars. F. 13. desember 1839. — D. 22. maí 1904. Kveðið á greftrunardegi hennar 29. maí 1904. Mælir fár, nje við moldir tárast. — Man nú enginn þann, er lengi hljóma ljet gegn hvössu hreti Háfamálin dýrrar sálar? Hjálmars ljóð voru heit sem glóðir, hreint var málið sem hvassa stálið. — Þó er hjer fátt að fremdarháttum, er fylgt er hans barni að grafarhjarni. — Hnigin er eik með blöðum bleikum, — bölskúr laust hana á köldu hausti; — Iaufin fjellu föl að velli, falli nam valda stormsins alda. Styrkum fótum, stofnsins rótum, stóð kún treyst í veðri geystu, Blómin þáðu blíðar náðir bitrar um nætur við trjesins rætur. Hvíl þú rótt! Eftir kvalanóttu, kær var þjer blundur á hinstu stundu, Margt var sem þreyfti, — margt þig grætti, — mein vissi jeg blæða, er þurfti að græða. Þögn er djúp! — Vfir þínum hjúpi þylji' enginn harma, nje strjúki hvarma. Vornótt þig mjúkum vefur dúkum, vorsól í heiði skín yfir leiði! P. P.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.