Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 25
ÓÐINN 25 Gunnar B. Björnsson ritstjóri. Eins og kunnugt er, þá er Óðinn búinn að ganga meðal íslendinga austan hafs og vestan síðastliðinn tuttugu ár, og allan þennan langa tíma hefur hann flutt myndir og æfiágrip fjölda margra af hinum merkari mönnum þjóðar vorrar, mönnum sem að einhverju leyti hafa skarað fram úr í andlegum eða veraldlegum efnum. Hefur Óðinn með þessu þarfa fyrirtæki unnið eftirkomendunum, öldum og óbornum, ómetanlegt gagn. Hann hefur geymt sögur og myndir þessara manna frá glötun. Hafa það verið hinar mestu ánægjustundir margra hinna eldri íslendinga hjer í álfu, að Iesa þess- ar æfisögur og sjá um leið myndir vina og ættingja á fósturjörðinni. Til allra þessara manna er Óðinn mjög kærkominn gestur. Telja þeir, sem þjóðinni unna og íslenskum sagnafróðleik, eitt þarfasta verk unnið hafa verið að íslenskri blaða- mensku, er hann var settur á stofn. Enn lifir hjer ættjarðarástin og þjóðernistilfinningin meðal allra þeirra, sem ættlandið muna. Það er ekki nema sanngjarnt að lofa frændum okkar heima að heyra og sjá í Óðni hvernig þeir, sem vestur hafa flutt, hafa haldið uppi hinni fornu frægð íslensku þjóðarinnar. Sá, sem þessar línur ritar, man eftir því, er ameríkuferðirnar voru mestar, að allmikill kur var í þjóðinni og ekki síst embættismönnum landsins, og hjeldu margir að til landauðna mundi horfa. Á sama tíma þótti það bót í máli og var fundið til málsbóta af ýmsum, að það væri lakari hluti þjóðarinnar, sem vestur flytti, en slík hugfróun var ekki nema hugar- burður einn. Nú eru margir orðnir þeirrar skoðunar, að það hafi alls ekki verið sorinn úr íslensku þjóð- inni, sem vestur flutti. Það hefur saga þeirra sýnt og sannað. íslensku frumherjarnir hjer hafa rutt mörk- ina, reist bygðir og stór bú, myndað fagrar og blóm- legar sveitir. Þrek, atorka og hagsýni hafa verið kynfylgjur íslensku landnemanna, ásamt óbilandi þraut- seigju. Afkomendur þeirra eru nú komnir í annan og þriðja lið, og halda, fjöldi af þeim, uppi heiðri og sæmd þjóðarinnar, bera margir merkið hátt á and- legu menningarbrautinni. Hvaða stöður sem íslend- ingar skipa, standa þeir jafnhliða öðrum þjóðum í þessu landi og margir framar. Álit og virðing þeirra er komin á það stig, að það er talið heiður að vera íslendingur. Á skólum hafa íslendingar oft og einatt verið sæmdir fyrir hæfileika sína og yfirburði, all- margir skarað fram úr hjerlendum námsmönnum, og nú skipa margir þeirra orðið háar stöður. Islendingar eiga nú orðið marga lögmenn og sumir af þeim nafnkunnir. í Manitoba, þar sem þeir eru flestir, eru þeir taldir meðal þeirra allra bestu. Einnig eiga ís- lendingar stóran hóp af læknum og eru sumir þeirra afburðamenn. Ennfremur mjög myndarlegan hóp af prestum, sem margir eru mikilhæfir menn að lærdómi og gáfum, og er sú stjett ekki síður en hinar ís- lensku þjóðinni til mikils sóma. Þá eru enn margir málfræðingar, sem nú skipa kennarastöður við hærri skóla. Þá eru alþýðumennirnir, sem ekki hafa tekið próf af æðri skólum, og eru þeir margir mikilhæfir menn og skipa ýmsar stöður í mannfje- laginu, og einn af hinum allra mikilhæfustu í þeim hóp er maður- inn, sem Óðinn flytur nú mynd af. Hann heitir Gunnar B. Björnsson í þorpinu Minnióta í Minnisótaríkinu í Bandaríkjunum. Gunnar B. Björnsson er fæddur á Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð 17. ágúst árið 1872, af fátækum for- eldrum. Var faðir hans, Ðjörn Björnsson, kominn ,af ætt Ólafs prests Indriðasonar á Kolfreyjustað og því náskyldur skáldunum Páli og Jóni Ólafssonum. Móðir Gunnars var Kristín Benjamínsdóttir, ættuð úr Eyja- firði, gáfuð kona og orðhög mjög, að þeirra dómi, sem þekkja. Gunnar fluttist með móður sinni vestur um haf árið 1876, þá 4 ára gamall, settust þau að í þorpinu Minnióta í Minnisótaríkinu. Þar ólst Gunnar upp við fátækt og þar hefur hann alið allan aldur sinn. Þar hefur hann mentast, blómgast og þroskast, og stendur nú allhátt í menningarstiganum. Er Gunnar hinn fyrsti Islendingur í ríkinu, sem sæti hefur skipað á þingbekkjum Minnisótaríkis. Það eitt er nóg til að sýna álit það, sem aðrar þjóðir hafa á honum. Það er enginn vandi að komast á þing í Manitoba, þar sem svo margir íslendingar búa. I Minnisóta er það öðru máli að gegna, gætir þar lítils landans, svo að það er ekki heiglum hent að komast þar á þing. Gunnar B. Björnsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.