Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 41
ÓÐINN 41 Sigurður Kristófer Pjetursson. Eftir hann kom út á síðastliðnum vetri bók, sem vakið hefur aðdáun margra manna: »Hrynjandi ís- lenskrar tungu«. Sá, sem ítarlegast hefur ritað um bókina, er sjera Jóh. L. L. Jóhannesson, og kom rit- gerð hans neðanmáls í Verði, en hefur síðan verið sjerprentuð og fæst í Bókav. Þorsteins Gíslasonar. Var upphaflega um það talað, að ritgerð þessi kæmi í Óðni, og nú hefur höf., sjera J. L. L. ]., ritað fyrir hann stutta lýsingu á bókinni, með aðalefninu úr hin- um langa ritdómi sínum, og fer hún hjer á eftir: »Þetta er merkilegt rit, sem fjallar um flókið og vandasamt viðfangsefni, það er að skilja alt áherzlulögmál íslenzkunnar. Höf. hefur þarna fund- ið meginreglur þess öldugangs, sem skapast af áherzlu og áherzluleysi samstafna og orða í setningum ís- lenzka lesmálsins. Það er mjög lær- dómsríkt að lesa bókina, en sá lestur er ekkert áhlaupaverk, heldur verða menn að lesa hana með athygli oftar en einu sinni til að öðlast full not af kenningum höf. Bókin skiftist í marga kafla: 1) Liðir, þ. e. samstöf- ur orða. 2) Hendingaskil, um það sem greinir sundur setningar og setningarparta með óslitnum málklið. 3) Kveður, þ. e. samstæðar heildir af þungum og léttum atkvæðum. 4) hendingar (= hrunur), þ. e. orðarunur með sam- feldri hrynjandi (= málklið). 5) Höfundar. Þar eru tekin dæmi úr fornum og nýjum ritum til sýningar og sönnunar kenningum þeim, er bókin flytur. 6) Stuð/aföll, um ljóðstafaskipun í sundurlausu máli. Sumt er það í ritu þessu, sem telja verður rangt, en yfirleitt og í aðalatriðum er þarna farið með rétt mál. Höf. kemur í bók þessari með allmargar nýjung- ar og merkilegar, sem vísindamenn ókomna tímans munu færa sjer í nyt á ýmsa lund. Sumstaðar hættir höf. við of mikilli smásmygli í sundurgreiningum og stundum kennir hjá honum kreddutrúar í skoðunum, en hvorugí þetta er á því stigi að það rýri gildi bók- arinnar í heildinni. Bókin bendir á fjöldamargt nýtt í þessari fræði, sem höf., fyrstur manna, hefur upp- götvað. Aðrir menn hafa þá eigi veitt því eftirtekt eða ekki komið nógu vel auga á það. Má þar t. d. Siguröur Kristófer Pjetursson. taka kenninguna um Rómö/durnar með rómhæðum þeirra og rómlægðum, sem er sama sem mismunur í áherslumagni; um Mismun áherzlustyrks orðflokkanna í málinu (sem höf. nefnir Rómhæð orða); um Róm- aukana o. fl. Þá er og margt ágætlega vel sagt um stuðulstafaskipun, bæði í lesmáli og ljóðum. Það er heldur ekki kliðfræði sundurlausa málsins út af fyrir sig, sem bókin fræðir um og fullkomnar á ýmsa vegu, heldur umbætir hún og auðgar að sumu leyti íslenzka bragfræði, einkum nýja málsins. Mörg nýyrði hefur höf. orðið að skapa í riti þessu og eru þau flest öll snildarvel mynduð. Annars er í stuttu máli eigi unt að lýsa slíkri bók til hlítar. Menn verða sjálfir að lesa hana með góðri athygll. Sá lest- ur borgar sig líka vel. Vitanlega mun sumt af því sem stendur í bók- inni orða tvímælis, en bókin mun verða til þess, að menn rannsaki og athugi kliðfræði tungunnar betur hjer eftir en hingað til hefur gert verið. Þá mun mönnum verða ýmislegt ljósara í þessum efnum, en það er nú. Yfirleitt má telja það áreiðan- legt, að íslenzkri málvísi sje mikill fengur í riti þessu«. Það er vandaverk, sem kostar mikla fyrirhöfn, að skrifa ítarlegan og rökstuddan dóm um þessa bók. Dr. Alexander Jóhannesson hefur skrifað um hana í Eimreiðinni og er nú höf., S. Kr. P., að svara þeim ritdómi í Tímanum. Páll E. Olason prófessor hefur í Tímanum ritað mjög lofsamlega um bókina, og einnig birtist þar nýlega annar dómur um hana, dreginn út úr einkabrjefi frá fjöllærðum íslendingi, sem mun vera erlendis, og segir þar m. a.: » — Meðferð efnisins er svo vísindaleg, að hvar sem er hefði bókin verið tek- in gild sem doktorsritgerð. . . . Ðókin er í sinni röð snildarverk, sem lagt hefur nýjan grundvöll að rann- sókn íslenskrar tungu. Eiga íslenskar bókmentir fornu klaustrunum mikið að þakka. S. Kr. P. er einskonar munkur í klaustri og varpar þeim geislum út úr klausturklefanum upp á bókmentahimininn íslenska, sem framtíðin verður honum þakklát fyrir«. S. Kr. P. hefur verið á Lauganesspítala frá stofn- un hans og var innan við tvítugt, er hann kom þang- að. Eitt hið fyrsta, sem frá honum sást á prenti, eru nokkur kvæði í maíblaði Óðins 1906. Síðan hefur hann margt skrifað í þetta blað, og í nóvemberblað- inu 1913 er mynd af honum. Hann er nú fyrir löngu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.