Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 42

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 42
42 ÓÐINN orðinn þjóðkunnur maður fyrir ritsmíðar sínar, fyrir sínar miklu gáfur og áhuga á mentamálum landsins. En stærsta og helsta verk hans er bók sú, sem um er talað hjer á undan. Sí }ón Guðmundsson. ]ón Guðmundsson, fyrverandi hreppstjóri á Sauðár- króki, er fæddur 7. ágúst 1843 og kominn af ágætri bændaætt skagfirskri. Ólst hann upp í Blönduhlíð, en búskap sinn allan bjó hann í Brennigerði í Borgar- sveit. Var jörð sú lítil, en setin hið besta, meðan ]ón bjó þar, og tók vexti við ábúð hans. Jón giftist fyrst Valgerði sál. Guðmundsdóttur, og síðar Guðnýju Eggertsdóttur frá Skefilstöðum á Skaga, og er hún enn á lífi. Hefur honum búnast hið besta með þess- ari síðari konu sinni, enda eru þau hjón mjög sam- valin að dugnaði, dáð og hagsýni allri. Af börnum ]óns eru nú þrjú á lífi: Eggert, giftur maður og bú- settur á Siglufirði. Elinborg, gift verslunarstjóra Tóm- asi Gíslasyni á Sauðárkróki, og Ingibjörg, gift Birni Magnússyni stöðvarstjóra á Isafirði. ]ón má með sanni telja meðal merkismanna þjóð- arinnar, og hefur hann á langri lífsleið sinni staðið í hvívetna hið besta i stöðu sinni, og haft á sjer óbil- ugt og verðskuldað almennings traust. Hefur hann og gegnt mörgum trúnaðarstörfum, og í þeim öllum reynst hinn ábyggilegasti og nýtasti maður. I sýslunefnd Skagafjarðarsýslu átti hann sæti í 18 ár, í hreppsnefnd 13 ár og lengst af oddviti. Sóknarnefndarmaður var hann og um langt skeið, og sáttasemjari í 15 ár. Um aldamótin síðustu brá hann búi og fluttist til Sauðár- króks og þar var hann hreppstjóri í nokkur ár, og þrisvar var hann í viðlögum settur sýslumaður. í öll- um þessum opinberu störfum sýndi ]ón af sjer hina mestu röggsemi, og fjármálamaður var hann svo hygg- inn og glöggur, að sjálfkjörinn þótti hann til gjald- kerastarfs og fjárgætslu, hvar sem hann var við fjelags- skap riðinn. Mjög stóð hann löngum framarlega í kaupfjelags- og pöntunarfjelagsmálum, og ekki söfnuð- ust skuldirnar í deildinni hans. Að bindindismálum gaf hann sig af miklum áhuga, og var gjaldkeri stúkunn- ar á Sauðárkróki um mörg ár, og rjetti mjög hag hennar. Sjálfur hefur hann alla æfi verið reglumaður hinn mesti, en öðrum til styrktar kaus hann að vera með í bindindisstarfseminni, — og kennir slíkt æ ómengaðs drengskapar. Það munaði um átökin hans alstaðar þar sem hann var með í verki, ráðsnjall og tillöguskýr í hverju máli. Hann naut þá líka fylstu virðingar sinna meðbræðra á öllum svæðum. Hann er að öllu drengur hinn besti, hreinn og beinn, hisp- urslaus og einarður maður, sem hefur unnið öll sín verk trúlega, og er sómi sinnar stjettar. Nu er hann kominn út af hinu eiginlega starfssviði, orðinn áttræður öldungur og sjóninni sviftur, en ern er hann, fjörugur, ljettur í lund og síglaður í viðmóti eins og hann hefur ávalt verið. ]ón Guðmundsson, hreppstjóri á Sauðár- króki, er áreiðanlega einn þeirra sönnu hreinkynjuðu Islend- inga, sem eiga það margfaldlega skilið, að starfsemi þeirra sje að góðu getið og minning þeirra haldið hátt á lofti. — Og vjer, sem höfum haft þá ánægju að vera samverkamenn þessa mæta manns á mörgum svæðum, þökkum honum samstörfin og árnum honum og óskum góðrar elli og yndislegs aftanskins. Einn af samverkamönnum. Sl Davíö Snæbjörnsson. — ^f/l Mynd þessi, er hjer fylgir, er af Davíð Snæbjörns- syni á Skeiði í Selárdal við Arnarfjörð. Það, út af fyrir sig, að myndin er af manni á fjórða ári yfir nírætt, er nóg tilefni þess að láta hana koma fyrir almennings sjónir, en einkum vona jeg að þeir kunn- ingjar og vinir Davíðf, sem enn eru á lífi hjer í Borgarfirði og víðar muni kunna því vel; tek jeg mjer því bessaleyfi að senda Oðni myndina, úr því svo heppilega tókst til að hún náðist, því hún er sú fyrsta, er tekin hefur verið af Davíð gamla. Davíð er fæddur í Bakkakoti í Skorradal 30. júní 1831. Foreldrar hans voru: Snæbjörn Torfason bónda á Reykjum, og Guðrún ]ónsdóttir bónda Klemens- sonar á Draghálsi. Móðir Snæbjarnar í Bakkakoti

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.