Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 4
4 OÐINN flokkurinn hefði engri andstöðu mætt hjá þingi og þjóð, þá hefði hann látið sjer nægja þetta fyrst um sinn. Samt er ekkert í frumv. flokksins, sem aftrar því, að teknar yrðu upp frekari kröfur, er ástæða þætti til, og rjettinda-afsal er þar ekkert. Því er líka svo varið, að í raun og veru sigraði stefna dr. V. G. í aðalatriðunum þegar á þinginu 1897, með því að kröfum þeim, sem haldið var fram í eldri endur- skoðunarfrumvörpunum, er hvorki haldið fram þá nje síðar, en í frumvörpum beggja flokka á þinginu 1907 teknar upp kröfur um nýtt fyrirkomulag, sem bygt er á tillögum dr. V/. G. Hreyfing sú, sem hann vakti, leysti böndin, sem áður höfðu haldið öllu föstu, og varð upphaf að þeirri lausn, sem síðar fjekst á málinu. í boðskap konungs til Alþingis 1899 er það tekið fram, að stjórnin geti ekki orðið við tilmælum efri deildar frá 1897 um að leggja fyrir þingið frumv. til breytinga á stjórnarskránni vegna þess, að hinn rangi skilningur á stjórnlagastöðu Islands í ríkinu sje enn ráðandi í báðum deildum þingsins. A þinginu 1899 var frumv. Valtýsflokksins enn felt í neðri deild með jöfnum atkvæðum, 11 : 11. Um sama leyti, seint á þingtímanum 1899, andaðist foringi mótstöðuflokksins, Benedikt Sveinsson sýslumaður, en hann hafði þá lengi verið helsti forvígismaður þings og þjóðar í sjálfstæðiskröfunum, og tekið þar við af ]óni Sigurðs- syni. Hafði hann með óþreytandi áhuga haldið end- urskoðunarmálinu vakandi þing eftir þing, þrátt fyrir sífeldar synjanir dönsku stjórnarinnar, og verður hans jafnan minst af Islendingum með þökk og heiðri fyrir þá baráttu, þótt hann fengi engu um þokað, enda sátu hægri menn við völd í Danmörku allan þann tíma. Deilunum um stjórnarskrármálið var enn haldið áfram með sama hætti og áður. Kosningar til Al- þingis fóru fram haustið 1900, og náði þá Valtýs- flokkurinn meiri hluta í þinginu, þótt lítill væri, og á Alþingi 1901 var frumv. hans, um sjerstakan ráð- herra, búsettan í Kaupmannahöfn, samþykt. En með- an á þinginu stóð urðu stjórnarskifti í Danmörku, og vinstri menn mynduðu þá fyrsta ráðuneyti sitt. Hjer heima hafði mótstöðuflokkur dr. V. G. tekið þá kröfu á stefnuskrá sína, að hinn fyrirhugaði sjerstaki ráð- gjafi fyrir Island skyldi vera búsettur í Reykjavík, en alt til þessa höfðu þær skoðanir verið ríkjandi, að ráðherrann yrði að vera búsettur við hlið konungs, eða þá valdsmanns, sem færi með vald konungs, þ. e. jarls eða landstjóra. Við þetta ákvæði í stefnu- skránni, búsetuákvæðið, kendi nú flokkurinn sig og Prófessor Georg Brandes. nefndist Heimastjórnarflokkur, en Valtýsflokkurinn, sem kallaði sig Framsóknarflokk, var af andstæðing- unum kallaður Hafnarstjórnarflokkur. — A Alþingi 1901 hjeldu Heimastjórnarmenn því fram, að búast mætti við alt öðrum og betri undirtektum hjá vinstri- mannastjórninni í sjálfstæðismáli Islendinga en áður hjá hægrimannnastjórninni og mætti því ekkert sam- þykkja í þinginu í þetta sinn annað en hinar fylstu kröfur, án þess að leitað væri fyrst 'undirtekta hjá hinni nýju, dönsku stjórn. Hannes Hafstein var fram- sögumaður Heimastjórnarflokksins í þessu máli á þinginu, og í þinglokin ákvað flokkurinn að senda hann til Kaupmannahafnar á fund nýju stjórnarinnar til þess að skýra henni frá málavöxtum og tjá henni, að flokkurinn væri óánægður með það frumv., sem náð hafði samþykki þingsins, sjerstaklega með það ákvæði þess, að ráðherra Islands ætti að vera bú- settur í Kaupmannahöfn. Arangur fararinnar varð sá, að fyrir aukaþingið 1902 voru lögð af stjórninni tvö frumvörp: Framsóknarflokksfrumvarpið, sem samþykt hafði verið 1901, og annað frumvarp, þar sem tekn- ar voru til greina kröfur Heimastjórnarflokksins um búsetu ráðgjafans í Reykjavík. En því frumv. fylgdu skýr ákvæði um, að mál Islands skyldu flutt fyrir konungi í ríkisráðinu. Alþingi mátti velja um þessi frumvörp. Fór þá svo, að frumvarpið með ákvæðinu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.