Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 44
44
ÓÐINN
Björn
ritstjóri
Förlar til feyskju
fagurlima
þeim sem þolrifjum
þó var gæddur. —
Veitt er vígðri mold
vegleg fórn —
höfuð hríðbarið,
hærumjallað.
Brostin er brá
hins brúnamikla
röska ritstjóra
og reynda manns.
Um hann oflengi
öndverð bljes —
hans um höfuðsvörð
haustveðrátta.
Brostu Ðirni
í brekku fyr
fíflar faðmstórir,
fagurleitir.
Mat hann manngildi,
en móti tók
sæmd í sælingsdal
sólarmegin.
Var hann viljastál
vel og lengi
hitað og hert
á heimaafli;
átti orðfimi
á við tvo,
fylgi og framsókn,
fjögramaki.
Meðal mannsaldur
magni þrunginn
ypti andviðris
ennibarði;
lengi Ijósgjöfull
landi og þjóð
bar hann bjarnyl sinn
bygð í rústum.
jónsson,
og ráðherra.
Hann var hertogi
harður í sókn,
vann með viðbrigðum
vígi og flokka —
vann með vaskleik
og vitsmunum;
þá með þrautseigju
er þumbast við.
Ljek hann landsmála
lengi og vel —
hæfinn — handsöxum,
hendi lofti;
barðist berskjalda
og brynjulaus,
reiddi röksemda
Rimmugýgi.
Átti þó öndvegi
innan brjósts
allri atgerfi
er úti gengur.
Hruðu höfuð
af hári dökku
hríð og harka —
hvítlituðu.
Svo fer sjerhverjum.
Sinu og hríms
lýtur lögmáli
Ijósfrömuður.
Báru af Birni
banaorð
harðir haustvindar
hvaðanæfa;
sýld frá Svalbarði
sumarstygg
næddi nærgöngul
norðankylja.
Út á andnesi
eygði jeg sjón:
elur aldur sinn
Björn Jónsson.
inn í hreggi
blossa bálviti,
bendir vel
sjón sæfara
úr svarta myrkri.
Byltast bylgjur
við bjargatær,
syngur í súlum,
svellur í gjám;
napur náttvindur
nístir og hvín;
gefur glóðfeyki
geyflu af salti.
Viti á varðbergi
varstu Björn, —
eldur á andnesi,
útvörður skygn.
Þrífur þrumurödd
þess manns eyra;
valda vökunótt
veðrabrigði.
Þrífur þrummagn
þess manns tungu,
herðir hnúa,
hvessir augu,
hleypir hugdirfsku
á Hemruvað,
knýr karlmensku
á kjölu Dofra.
Standa í stórræðum
styttir skap;
ganga glóðís
gerir viðkvæmni.
Það var þín æfi
þrjátíu ár,
vörður vígroða,
vökugarpur.