Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 45

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 45
ÓÐINN 45 Eru alt í kring vargar á vegum, Er frá annmörkum Fálki fannhvítur ótal hættur vofur á lofti, ofurhugi, floginn er þá sem þjóðmálin eitur í andrúmi, garpur gunnreifur út úr orrahríð þreyta við: eldur í jörð. genginn burt: upp í heiði. Guðm. Friðjónsson. 3<3n Jónsson fyrv. alþm. frá Sleðbrjót. 26. nóv. 1923 andaðist í Winnipeg Jón Jónsson fyrv. alþm, frá Sleðbrót, 71 árs gamall. Hann var Austfirðingur, fæddur á Hnitbjörg- um í Jökulsárhlíð 2. nóv. 1852. Jón faðir hans bjó lengi í Hlíðar- húsum í Jökulsárhlíð og var greindur maður og góður bóndi. Móðir Jóns frá Sleðbrjót hjet Guðrún Ásmundsdóttir bónda í Hlíðarhúsum, en hennar móðir Katrín Níelsdóttir bónda á Ósi í Hjaltastaðaþinghá Jónssonar prests á Eiðum Brynjólfssonar, en hona Níelsar og móðir Katrínar hjet Guðrún Sigfúsdóttir prests Guðmundssonar á Ási í Fellum. Jón mun í bernsku ekki hafa notið annarar mentunar en algengt var um sveitabörn á þeim árum. En hann var greindur og bók- hneigður og jók brátt þekkingu sína svo að hann varð vel að sjer. Hann byrjaði ungur búskap, árið 1876, og bjó fyrst í Ðakkagerði og síðan á Ketils- stöðum, og eru þeir báðir bæir ytst í Jökulsárhlíð, en þaðan fluttist hann að Húsey í Hróarstungu, sem er þar á móti, austan Jökulsár, ytsti bær í Tungunni, og bjó þar 3 ár. Fluttist svo aftur vestur yfir ána og bjó nokkur ár á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og einnig um tíma aftur í Bakkagerði. Var hann á Sleðbrjót, er hann varð fyrst alþingismaður, og hefur jafnan síðan verið kendur við þá jörð, þótt hann byggi þar aðeins fá ár. Haustið 1900 fluttist Jón til Vopna- fjarðar og setti á stofn gistihús þar í kaupstaðnum, en fór vorið 1903 vestur um haf og dvaldi þar það sem eftir var æfinnar. Fyrstu afskifti Jóns af almennum málum, sem eftir- tekt vöktu, var árás, sem hann gerði í blaðinu Austra á stjórn Eiðaskólans, skömmu eftir að hann var stofnaður, en Guttormur Vigfússon síðar alþm. var þar þá skólastjóri. Urðu út af þessu málaferli og vitnaleiðslur miklar og tapaði Jón málinu og varð að greiða sekt og málskostnað. En í þeim deilum eign- aðist Jón bæði meðhaldsmenn og mótstöðumenn þar eystra. Og meðan á þeim stóð bauð hann sig fyrst fram til þingmensku árið 1886, en náði þá ekki kosningu. Höfðu þeir Þorvarður læknir Kjerúlf og Benedikt sýslumaður Sveinsson verið þingmenn Norðmýlinga þá að undanförnu, en nú bauð Ðene- dikt Sveinsson sig fram í Eyjafirði og var kosinn þar. Þorvarður Kjerúlf var fastur maður í öðru þingsætinu, en um hitt keptu þeir Einar sýslumaður Thorlacíus og Jón, og sigraði sýslumaður með fárra atkv. mun. En vorið 1889 fór fram aukakosning í N.-Múla- sýslu, með því að stjórnin krafð- ist af sýslumönnum, er þing sóttu, að þeir settu fyrir sig löglærða menn meðan þeir sætu á þingi, en Einar sýslumaður gat ekki full- nægt því. Keptu þeir þá um þing- sætið síra Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað og Jón og hlaut nú Jón kosningu með nokkura atk. mun. Sat hann síðan á þingi fyrir Norð- mýlinga fram til 1900, fyrst með Þorvaldi Kjerúlf lækni, en síðar með Einari prófasti Jónssyni á Kirkju- bæ. Við kosningarnar haustið 1900 var hann ekki í kjöri. En 1902 bauð hann sig aftur fram og var þá kosinn og sat síðast á þingi það ár. Valtýskan var þá aðaldeilumálið, og var Jón í andstæðingaflokki dr. Valtýs. Jón gat sjer góðan orðstír á þingi, vac vin- sæll og vel metinn af samþingismönnum sínum og kjósendur hans hjeldu trygð við hann. Hann var vel að sjer í sögu lands og þjóðar, frjálslyndur í skoð- unum, athugull, samvinnuþýður og vel máli farinn, og þótt hann verði ekki talinn meðal áhrifamestu mála- fylgjumanna á þingi, var $æti hans þar vel skipað. — }ón jónsson frá Sleðbrjót.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.