Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 21

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 21
ÓÐINN 21 Noregsför íslenskra glímumanna. Þorsteinn Kristjánsson. Pjetur Bergsson. Þorgeir Jónsson. Viggó Nathanaelsson. Jón Þorsteinsson. Jón Pálsson. Jóhann Þorláksson. Sigurður Greipsson. Agúst Jónsson. Jörgen Þorbergsson. nemendur geti lesið ljettar sögur að loknu námi, t. d. flestar Islendingasögurnar. Bókmentasaga, 2 tímar. Fyrirlestrar um innlend og nokkur útlend skáld og skáldskap. Gefið yfirlit yfir fornskáldin og norrænu bókmentirnar o. fl. Mannkynsssga, 2 tímar, og Noregssaga, 3 tímar. Gefið ljóst yfirlit yfir söguna frá því fyrsta, þó sjer- staklega menningarsöguna. Það er leitast við að láta fegurstu dæmi sögunnar tala hugnæmt til nemend- anna, svo þau geti orðið þeim til sem mestrar menn- ingar, og jafnframt er vakið athygli á því, sem miður hefur farið. Náttúrufræði, 4 tímar í hærri skólanum, 5 tímar í þeim lægri. í þessari grein er gefin undirstaða eðlis- og efnafræðinnar, einnig dálítil þekking á ættum og byggingu plantnanna og líkama mannsins. Reikningur, 6 tímar í hærri skólanum, 5 tímar í þeim lægri. Það er farið í gegnum brot, margskonar- tölur, hlutfallareikning og rentureikning, einnig nokk- uð kent í bókstafareikningi og rúmmáls- og flata- málsfræði. — Nemendurnir eru látnir reikna heima, og afhenda dæmi hverja viku. Seinni hluta vetrarins er einum reikningstímanum varið til bókfærslu og búreikninga. Landafræði, 2 tímar. Mest áhersla lögð á eðlislýs- ingu jarðar og gang hennar, hina hagfræðislegu hlið landafræðinnar, og annars um mannkynsflokkana o. fl. Þjóðfjelagsfræði, 1 tími. Fyrirlestrar fluttir um heimilið, atvinnuvegina, um hina ýmsu stjórnmála- flokka landsins, og skýrð stjórnarskrá þess. Læra nemendur að kjósa menn til þings og fleiri opin- berra starfa. Vckjandi fyrirlestrar, 1—2 tímar. Siðferðis og trú- arlegs efnis. Söngur. Ásamt því, að nemendur læra lög, þá eru fluttir nokkrir fyrirlestrar um merkustu tónskáld, og kend undirstaða söngfræðinnar. Leikfimi, 6 tímar á viku. Stúlkurnar fá tilsögn í handavinnu. Eru nemendur 8 stundir á dag í skólanum, 5—6 fyrri hlutann og 2—3 seinni hlutann. Þar eð mjög mikið er kent í fyrirlestrum, verður lestur námsbóka eigi ýkja mikill, heldur notast kvöldin til reiknings og stílgerðar. — Ekkert próf er við skólann að vorinu. Nemendur eru látnir gera »prófstíla< í norsku og sögu einu sinni eða tvisvar á vetri; einnig er »próf- að« í reikningi. Við skólann er málfundafjelag, sem gefur út blað.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.