Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 6
6 ÓÐINN Dr. V. G. var hlyntur sambandslagafrumvarpinu frá 1908 og komst eftir það í missætti við heistu forkólfa Framsóknarflokksins gamla, er nú nefndi sig Sjálfstæðisflokk, og var það sá flokkurinn, sem að lokum hratt honum frá þingmensku. Dr. V. G. hefur oft orðið fyrir mjög ranglátum dómum, bæði í ræðu og riti, fyrir afskifti sín af sjálfstæðismáli okkar. En eins og sýnt er hjer á undan, á hans að vera getið meðal þeirra manna, sem fremstir hafa gengið í því, að ná Islandi til handa þeim rjettarbótum, sem það hefur hlotið á síðasta aldarfjórðunginum. Hann hafði mikla stjórnmálamannshæfileika, var einbeitiur, hag- sýnn og víðsýnn framfaramaður og lipur samninga- maður. V/ið vorum, eins og nú mun af öllum viður- kent, sjerlega hepnir í vali á fyrsta innlenda ráðherr- anum. En dr. \J. G. var einnig fyrir margra hluta sakir vel til þess fallinn að taka að sjer ráðherra- störf, og enginn efi er á því, að einhver nýtileg um- bótaverk hefðu eftir hann legið, ef hann hefði ein- hvern tíma á bestu þroskaárum sínum komist í þá stöðu. Dr. V. G. kvæntist 18. ágúst 1889 Önnu ]óhannes- dóttur Guðmundssonar sýslumanns í Mýra- og Hnappadalssýslu, er bjó í Hjarðarholti í Stafholts- tungum, dáinn 1869, og Marenar Lárusdóttur Thor- arensen sýslumanns. Frú Maren bjó lengi í Reykja- vík, eftir lát manns síns, og andaðist 1907. Aður en dr. \J. G. tók að gefa sig við stjórnmálunum hafði hann náð töluverðu áliti fyrir dugnað í vísindagrein sinni, og sumarið 1896 var hann fenginn til þess að skoða gamlar húsarústir í Norður-Ameríku og dæma um, hvort þær gætu verið leifar frá veru Islendinga þar í fornöld, en hann neitaði, að svo gæti verið, þótt amerískir fræðimenn vildu gera það úr þeim, og urðu þetta vonbrigði fyrir eiganda landsins, sem var umhugað um, að fá það vísindalega sannað, að þar væri um fornmenjar að ræða. Förina til Ameríku fór Þorsteinn skáld Erlingsson með dr. V. G. I fjelagslífi Islendinga í Kaupmannahöfn tók dr. \J. G. mikinn þátt á þessum árum, og á heimili þeirra frú Önnu var oft fjölment af Islendingum. En þetta mun hafa breytst eftir að rósturnar hófust um stjórnmálastefnu dr. \J. G., því flestir Hafnar-Islend- ingar snerust á móti honum í þeim deilum, þar á meðal gamlir vinir hans og samverkamenn á öðrum sviðum, og hefur lengi eimt eftir af því sundurlyndi. Sumarið 1903 misti dr. V. G. konu sína. Hún andaðist í Reykjavík, meðan á þingi stóð, 28. júlí, og hafði iengi verið heilsulítil. Helstu ritverk dr. \J. G. eru á dönsku: Privatbo- ligen paa Island i Sagatiden (1889); Den islandske Bolig i Fristatstiden (1894); Nordboernes Skibe i Viking- og Saga-tiden (1900); Islands Kultur ved Aarhundredskiftet 1900 (1902); Islandsk Grammatik (1902); Island i Fristatstiden (1924). Hjer skal ekki út í það farið, að lýsa þessum ritum. En dr. V. G. hefur fengið orð fyrir glöggskygni og nákvæmni í rannsóknum, og rit hans um húsagerð hjer á landi í fornöld munu vera talin áreiðanlegustu heimildirnar, sem til eru á því sviði. Málfræði hans er og talin merkilegt verk og þarflegt, bæði af þeim, sem um hana hafa ritað á íslensku og á erlendum málum. — Ritgerðir hans á íslensku er flestar að finna í Eim- reiðinni. Hann var ritstjóri hennar yfir 20 ár, 1894—1917, og mun hafa eignast hana nokkrum ár- um eftir stofnun hennar, en upprunalega var hún stofnuð og gefin út af hlutafjelagi. í Eimreiðina rit- aði dr. V. G. töluvert um íslensk stjórnmál og lands- mál, meðan hann hafði afskifti af þeim, og einnig ýmsar fræðandi greinar, þýddi ýmislegt úr erlendum málum, stuttar skáldsögur o. fl., og skrifaði ritdóma um íslenskar bækur, sem oft voru vandaðri og ítar- legri en í öðrum íslenskum ritum. Eftir að V. G. hætti útgáfu Eimr. hefur hann ekki staðið í jafn-nánu sambandi við menn hjer heima og áður. Þó var hann um tíma í stjórn íslensks togara- fjelags og lagði fje í það fyrirtæki, en mun hafa tapað á því á kreppuárunum, eins og fleiri. Hann hefur sjaldan komið heim hingað á síðari árum, enda er hann nú farinn að eldast, varð hálfsjöfugur á síð- astliðnum vetri. Þ. G. Sl Brandes og Höffding. Hjer á undan eru myndir af tveimur hinum helstu andans höfðingjum núlifandi meðal Dana. Báðir eru þeir kunnari en svo, að hjer þurfi að fjölyrða um verk þeirra eða æfiatriði, enda þyrfti til þess meira rúm en hjer er fyrir hendi, ef gera ætti það svo, að gagn væri að. Báðir eru þeir nú komnir á níræðisaldur, Brandes fæddur 4. febr. 1842, og Höffding 11. marts 1843, en báðir eru enn hraustir og starfandi. Brandes hefur á síðari árum samið hvert ritið eftir annað; hið síðasta kom út í vetur, sem leið, og vakti mikið stríð, en það rit er um Krisf og talið þar ósannað, að hann hafi nokkru sinni verið til. Höffding er nú að rita æfisögu sína og hafa birtst kaflar úr því verki. Hann kvæntist fyrir fáum missirum, ungri konu sænskri.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.