Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 24
24
ÓÐINN
Sören Kierkegaard.
Það skíðlogar á arninum. Hún stendur við eldinn og vermir
sig. — „Úh, — mjer er svo kalt“.
Hún tekur dýrlingamyndirnar af veggnum — myndir hinna
heilögu feðra, og varpar þeim á eldinn.
Munkurinn kreistir ströngulinn svo að hnúarnir hvítna.
Það bállogar á arninum. Stúlkan hallar sjer upp að eldinum
og bakar sig við bálið. — „Úh, — mjer er svo kalt“.
Hún lítur í kringum sig. Hún horfir á munkinn. Hún geng-
ur til hans og þrífur í ströngulinn. — Munkurinn heldur fast.
Hún horfir inn í augu hans. Hún brosir. Fingur munksins
rjettast upp. Hún tekur ströngulinn og varpar honum í eldinn.
„Kona“ -— segir munkurinn.
Loginn leikur um rjáfur kofans. Hún starir inn í bálið og
vermir sig. — „Úh, — mjer er svo kalt“.
Munkurinn rís á fætur. Hann gengur yfir að arninum. Hann
stígur upp á arininn. Loginn leikur um hann. — „Elskan mín“,
hvíslar munkurinn og krýpur í bálinu.
Loginn stendur upp úr þekju kofans.
Hún rjettir hendurnar inn í eldinn. — „Úh, — mjer er svo
kalt“. — Hún stígur upp á arininn. Hún krypur í bálinu við
hlið munksins. •— Þau hníga.
Loginn leikur við himin. Eldtungur teygja sig upp móti
heiðblámanum — upp móti hásæti droftins.
Munkarnir deyja. Mennirnir fæðast og fjölga.
Bjarni M. Jónsson.
Sl
Afmælisvísa.
Hún sest á knje hans. Hún hallar sjer upp að honum og
fitlar við hærurnar í skeggi hans.
Munkurinn titrar. Hann ætlar að hrinda henni frá sjer, en
hendurnar hreyfast ekki. — „Vík frá mjer Satan", hugsar
munkurinn. Tungan breytir orðunum. Munkurinn segir: „Barn,
hvað vilfu rnjer".
„Úh, — mjer er svo kalt“.
„Far hjeðan og hita þjer á göngunni", hugsar munkurinn.
Tungan breytir Orðunum. Munkurinn segir: „Dóttir, vermdu
þig“, — og hann bendir á arininn.
Hún gengur yfir að arninum. Fótatakið er svo ljett, að það
heyrist ekki. — Munkurinn horfir á eftir henni. Hann kreistir
aftur augun.
Eldurinn er dáinn á arninum. Hún blæs í fölvar glæðurnar.
„Úh, — mjer er svo kalt“.
Munkurinn opnar augun. Hann starir á hana. Hún tekur
landlagsmyndirnar af þilinu — og leggur þær á glóðina. —
Reykur stígur úpp af arninum. Stúlkan stynur. „Úh, — mjer
er svo kalt“.
„Nöðruafkvæmi", — hugsar munkurinn — „brendu ekki
myndum hinna heilögu feðra". Tungan breytir orðunum. Munk-
urinn segir: „Systir, brendu prentuðu bókunutn".
Hún ber bækurnar á glóðina. Logar gjósa upp af glæðun-
um. Hún stendur og vermir sig. „Úh, — mjer er svo kalt“.
Hún ber handritin í logann.
Munkurinn þrífur Ijóðið af borðinu og klausturmyndina af
veggnum. — Hann vefur ljóðinu utan um myndina og grípur
ströngulinn báðum höndum.
Sjera Quttormur Vigfússon í Stöð varð áttræður nú í vor,
og sendi þá sjera Valdimar Briem vígslubiskup, sem var
bekkjarbróðir hans í Iafínuskólanum, honum þessa vísu:
Áttatíu ára rjettra
ertu, góði skólabróðir.
Hjartans þökk frá öllum okkur,
eins frá hinum fornu vinum.
Apríl hefurðu ekki hlaupið
inn í heim til vina þinna.
Apríl muntu ei heldur hlaupa
hjeðan burt í drottins gleði.
Sjera Guttormur er mikill latínumaður, svo sem kunnugt er,
og sneri hann vísunni á latínu:
Macte! — denos octies annos —
Amice! tu jam es natus!
Grates cape in corde fotas
a cunctis nobis — et defunctis.
Aprilis cursus es non orsus
iniens chorum dilectorum.
Aprilem nec olim curres
aulas visens paradisi.