Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 5
ÓÐINN 5 Prófessor Harald Höffding. um búsetu í Reykjavík fjekk óskift fylgi þingsins. Framsóknarmenn sögðu nú, að þetta væri sitt frum- varp, með þeirri umbót, að ráðherrann skyldi búsett- ur í Reykjavík, og henni tækju þeir fegins hendi, er þeir vissu að hún væri fáanleg. Heimastjórnarmenn töldu aftur á móti umbótina á frumvarpinu, þ. er bú- setuákvæðið, eingöngu sjer að þakka og sögðu Fram- sóknarmenn hafa verið þess albúna, að taka við frumv. án hennar, ef ekki hefði verið tekið fram fyrir hendur þeirra. Báðir höfðu rjett að mæla. Dr. Valtýr Guðmundsson hafði verið upphafsmaðurinn að þeim breytingum, sem frumvarpið færði, en Hannes Haf- stein komið fram umbótinni, búsetuákvæðinu. Nýju stjórnarskipunarlögin voru staðfest af konungi 3. október 1903, Heimastjórnarflokkurinn hlaut völdin og Hannes Hafstein varð ráðherra. Dr. V. G. átti enn sæti á þingi lengi eftir þetta, eða fyrst óslitið fram til 1909 og síðan 1911 —14, en áhrifa hans gætti þar ekki eftir stjórnarfarsbreyt- inguna frá 1. febr. 1904 að sama skapi og áður, enda var hann nú í minnihlutaflokki, sem litlu rjeð um allar framkvæmdir. A þinginu 1905 var ritsíma- málið aðaldeiluefnið milli hinnar nýju, innlendu stjórn- ar og andstæðinga hennar, en í þeim flokki var V. G. þá. Hann hafði látið það mál mikið til sín taka og haldið því fram, að sæsíminn yrði lagður til Seyðisfjarðar og þaðan landsímalína til Reykjavíkur, í stað þess að láta sæsímann koma á land í Þorláks- höfn, eins og til orða hafði komið. En á þinginu 1905 fylgdi hann andstöðuflokki stjórnarinnar í því, að rjettast væri að hætta við sæsímalagninguna, en fá í hennar stað loftskeytasamband milli Islands og útlanda, og lágu fyrir tilboð um það frá Marconi- fjelaginu enska. Er minst á deiluna um þetta mál í ritgerðinni um Hannes Hafstein í Andvara 1923, sem fyr er getið. En í brjefi til mín frá 19. sept. 1923 gerir V. G. athugasemdir við þá frásögn og er rjett að taka þær hjer til greina. Vænti jeg að hann afsaki, þótt jeg í heimildarleysi prenti hjer brjef hans. Hann segir þar: „]eg finn ástæðu til að þakka yður fyrir ritgerð yðar í Andvara um Hannes Hafstein. Hún er svo vel og ágætlega rituð, að mjer fanst til um, og á jeg þar við, hve hlutdrægnis- laust og af hve mikilli rjettsýni hún er skrifuð. Slikar ritgerðir eru vanalegast tómt lof (eða oflof) um þá menn, er um er rit- að. Hjer er líka lof, en ekki frekar en H. H. átti skilið. Því hann átti skilið mikið lof fyrir margt, en var vanþakkað ein- mitt það, sem hann gerði best og þá feldur frá völdum (1908 og 1913—14). En aftur var honum þakkað ofsalega fyrir sumt, sem hann átti minna Iof skilið fyrir. Mér finst þjer hafa ratað furðuvel hinn „gullna meðalveg", sem annars er svo vandrat- aður, og hjer er í fyrsta sinn skýrt rjett og hlutdrægnislaust frá stjórnarskrárbreytingunni 1904 og aðdragandanum að henni. — Það eina, sem jeg hef að athuga er, að mjer finst þjer Iofa hann um of fyrir afskifti hans af símamálinu. Hann fær þar meira en hann á skilið. Málið lá fullbúið, þegar hann tók við, og það var jeg og minn flokkur, sem mest barðist fyrir því. Og það var persónulega mjer að þakka, að við fengum síma yfir landið. M. Steph., Tryggvi og H. H. börðust af alefli fyrir að síminn yrði lagður upp til Rvíkur (eða í Þorlákshöfn), en við á móti, og að hann yrði lagður til Seyðisfjarðar og línur yfir landið, sem ella mundu seint koma, ef hann kæmi fyrst til Rvíkur. Og mjer tókst að bjarga málinu með því að fá ríkis- þingið (Hage var þá formaður fjárlaganefndar þar) til að setja það skilyrði fyrir styrknum til Stóra norræna fjelagsins, að síminn yrði Iagður til Austfjarða og það legði 300,000 kr. fram til landsíma. Svo tók H. H. við lögunum fullbúnum, en gerði afardýra og óhentuga samninga (85 au. f. orð). Þá vildum við hafa Marconi-þráðleysu milli útlanda en þræði yfir landið. Móti því barðist H. H. og sigraði. Þar átti orðið til útlanda að kosta 15 aura. Mundi ekki mikið hafa sparast við það á mörgum árum? Og reynslan hefur sýnt, að engin hætta var, að byggja á þráðlausu sambandi". Hjer er ekki rúm til að fara nánar út í þetta gamla deilumál. Þeim H. H. og V. G. hefur báðum verið það áhugamál, að koma íslandi í málskeyta- samband við umheiminn, þótt þeir ynnu að því sem andstæðingar en ekki samverkamenn, og um fram- göngu H. H. í málinu má vitna í grein Forbergs landsímastjóra í Oðni 1923 um Ritsímamálið og H. H.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.