Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 12
12 ÓÐINN bættri verslun og samgöngum til lands og sjávar. Landbúnaðinn vildi hann efla með aukinni ræktun landsins, og var vongóður um það, er þúfnabaninn kom til landsins, að þar myndi vera eitt af þeim hjálparmeðulum, sem að verulegu og fljótu gagni mætti koma ásamt öðrum jarðyrkjuvjelum. Verslunina vildi hann bæta með aukinni samvinnuverslun bænda og annara og bættum samgöngum, t. d. á landi með fljótvirkari flutningatækjum en hestavögnum. Hafði hann kynst bifreiðum erlendis, áður en þær fluttust hingað, og hafði trú á því, að þær mættu hjer að gagni koma, í það minsta sem fyrirrennarar járn- brauta. Sýndi hann að hugur fylgdi máli með því, að vinna að öllu þessu með eigin framkvæmdum. Þannig lagði hann mikið í kostnað til þess að bæta og prýða sem mest eignarjörð þeirra hjóna; gerðist forgöngu- maður samvinnustefnunnar á Fljótsdalshjeraði og lagði fram fje í flutningabifreið, með fleiri bændum, sem hefur gengið eftir Fagradalsbrautinni. ]ón var ötull talsmaður þess, að sú braut yrði lögð, þegar deilan stóð um það hjer austur frá, hvort leggja ætti akbraut frá Seyðisfirði um Fjarðarheiði eða frá Reyðarfirði um Fagradal. Ekki var ]ón neinn sjerstakur vinur aðflutnings- bannsins, eins og það er framkvæmt. Fanst það kenna mönnum ólöghlýðni og lögbrot. Hins vegar var honum ánægja í því að fá sjer glas af góðu víni með kunningjum sínum, á meðan það var leyfilegt. En aldrei neytti hann víns svo að á honum sæi, kunni að stilla því við hóf sem öðru í framkomu sinni, enda hafði hann það alt af lítið um hönd. En berast kom fram hið eðlilega glaðlyndi hans og kýmni, þegar hann var þannig á meðal kunningja sinna eða í ferðamannahóp ríðandi á góðum fáki, því að hann var góður tamningamaður og kunni því góð tök á fjörugum hestum. (Jm langt skeið hafa Egilsstaðir verið með allra fremstu heimilum þessa landsfjórðungs. Hafa bæði hjónin lagt fram sína góðu krafta til þess að »gera garðinn frægan«. Er sú jörð nú vart þekkjanleg eins og hún lítur nú út, frá því sem var, er þau komu þangað. Hafa þau verið ágætir gestgjafar og mjög vinsæl af heimamönnum þeirra. A meðan fólk var í ársvistum, var það spakt á Egilsstöðum. Er líklegt að börn þeirra haldi í horfið, því að »sjaldan fellur eplið langt frá eikinni*. Eru slíkt sannkallaðir land- námsmenn, eins og ]ón í Firði kemst rjettilega að orði í eftirmælum eftir ]ón, sem breyta óræktarjörð niðurníddrí í höfuðból og láta eftir sig mesta auðinn, sem fæst hjer á jörðu: mörg, efnileg, vel uppalin og Holger Drachmann. mentuð börn.. Ætti saga þessa lands að geyma nöfn slíkra manna miklu frekar en ýmsra, sem vilja kallast skáld, af því að þeir hafa hnoðað saman éinhverju ljettmeti, sem þeir kalla skáldskap. Auk sinna eigin barna ólu þau hjón upp nokkur fósturbörn. Einnig hefur Ólöf móðir Margrjetar verið hjá þeim og farið vel um hana í ellinni. Er hún nú 90 ára að aldri, en er samt allern og les gleraugna- laust á bók. Hún er vel minnug enn, enda greind og mesta myndarkona að upplagi. Hefur Margrjet ekki þurft langt að sækja atgjörvi sína. Seinustu ár æfinnar var það mesta ánægja ]óns að tala við vini og kunningja, er að garði bar, en þeir voru margir, og láta lesa fyrir sig blöð og tíma- rit. Með því móti fylgdist hann vel með í dagskrár- málum þjóðarinnar, enda hjelt hann fullri dómgreind til æfiloka. Hann var sæmdur Dannebrogskrossi fyrir alllöngu og nú fyrir stuttu hinni íslensku Fálkaorðu. En ]ón var of yfirlætislaus til þess, að halda slíkum vegtill- um á lofti, þótt manna best ætti hann skilið allar opinberar viðurkenningar. Eins og áður er fram tekið, þá andaðist ]ón 9.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.