Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 11
ÓÐINN
11
inni, átti það óefað, að hann átti gott heimili og
naut þar góðrar aðbúðar fjölskyldu sinnar og heima-
fólks. Hins vegar var ]ón svo skapi farinn, að hann
var alt af jafnljettur í máli og kátur hversu mikil
störf eða áhyggjur, sem á honum hvíldu og fjekk
óbilandi kjark og djúp hyggindi að vöggugjöf. Maður,
sem slíkum kostum er búinn og þar að auki prúður
í framkomu allri, hlýtur að hafa mikil áhrif og myndi
fljótt birta yfir þjóð vorri, ef meiri hluti hennar væri
þann veg farið. Er mikill munur á starfi þeirra
manna, sem svo eru ljóssæknir, eða þeim, sem hvergi
sjá bjartan depil fram undan, heldur alstaðar ljón í
fyrirsátri. Af lífsskoðun þeirra síðast töldu leiðir,
að þeir annaðhvort standa við í stað eða færast
aftur 4 bak.
Þótt Jón væri þannig öruggur framfaramaður, þá
var hann að eðlisfari mjög gætinn og athugull og
vildi hugsa hvert mál gaumgæfilega áður en í fram-
kvæmd væri ráðist. Af því leiddi, að tillögur hans
höfðu alt af mikið gildi, því að mönnum var það
kunnugt, að hann rasaði ekki fyrir ráð fram og var
drengskaparmaður. En oft kom það fyrir, að hann
dæmdi þing og stjórn allhart, þegar honum virtist
misstiga kenna á framfarabrautinni eða öfug stefna
tekin á stjórnarskútunni til viðreisnar fjárhag lands
og þjóðar á þessum seinustu og erfiðustu tímum.
En slíkt er eðlilegt um menn, sem hafa ákveðnar
skoðanir. Þær eru alt af skiftar í almennum málum,
enda myndi lítilla umbóta von að jafnaði, ef allir
væru alt af sammála.
]ón kendi til sjóndepru rúmlega fimtugur, sem
ágerðist ár frá ári og endaði með því, að hann varð
því nær blindur. Gerði hann þó margar tilraunir til
þess að fá bata, bæði hjer á landi og erlendis. Var
þ^ð þungur kross fyrir mann með fullu starfsþreki
og lifandi áhuga fyrir því, að fá sem mestu afkastað.
En þrátt fyrir sjónleysið hafði hann samt alla tíð yfir-
stjórn allra framkvæmda á heimili sínu. En hann
varð að láta alt of snemma af opinberum störfum og
verður það ekki metið til peninga hvað Fljótsdals-
hjerað og land vort hefur mist við það.
Ekki gaf hann sig mikið fram opinberlega á þjóð-
málasviðinu, en alt af voru tillögur hans mikils
metnar, því að allir þektu mannkosti hans og hygg-
indi. Uppkastsárið 1908 ljet hann samt tilleiðast að
gefa kost á sjer til þingmensku fyrir Suður-Múlasýslu
ásamt Sveini bónda í Firði. En um það bil eða áður
fór hann að finna til augnveikinnar fyrir alvöru og
gerði því ekkert til þess, að ná kosningu, enda leit
hann svo á, að nóg starf væri fyrir sig heima í
Hjeraði, þótt ekki skifti hann kröftum sínum meira.
En vel myndi það sæti hafa verið skipað á þingbekk,
sem hann hefði setið í, enda hefði hann náð kosn-
ingu ef hánn hefði getað boðið sig fram aftur.
Eins og að líkindum ræður um slíkan hæfileika-
mann, sem ]ón var, þá var hann mikið riðinn við
ýms opinber störf fyrir sveit sína og Hjerað. Þannig
sat hann lengst af í hreppsnefnd og sýslunefnd og
var í stjórnarnefnd Eiðaskólans um mörg ár o. fl.
Vfirleitt var ]ón lánsmaður í lífinu, að öðru leyti
en sjónleysinu. Flest fyrirtæki hans hepnuðust og
mörg áhugamál hans komust fram eða fengu góðan
viðgang. Hann var ágætlega giftur og átti gott heim-
ili. Margrjet kona hans er fædd 1865. Hún er hin
mesta fríðleiks- og fyrirmyndarkona og var manni
sínum samhent og ómetanleg stoð við alla stjórn á
þeirra mannmarga og gestkvæma heimili. Var það
mikið lán fyrir Jón að giftast slíkri konu og er það
seint metið sem vert er, hvað stjórnsöm og góð
kona vinnur fyrir fjölskyldu og heimili. Þegar jeg
hugsa til frú Margrjetar og framkomu hennar gagn-
vart manni hennar, detta mjer í hug orð Bergþóru,
er henni var boðin útganga úr brennunni: »]eg var
ung gefin Njáli og hef jeg því heitið honum, að eitt
skyldi ganga yfir okkur bæði«. Hún reyndist honum
á sama hátt og hann henni, ágætur lífsförunautur og
þá best er mest reyndi á. Hjónaband þeirra var líka
hið besta alla tíð og sannaðist á þeim máltækið:
»Líkur sækir líkan heim«. Þau eignuðust 9 börn
og eru 8 þeirra á lífi, en eitt dó ungt. 011 eru þau
hin mannvænlegustu og heita: Þorsteinn, sem er
kaupfjelagsstjóri á Reyðarfirði, Sveinn, sem býr á
hálfum Egilsstöðum, Egill, læknir í Danmörku,
Bergur, Pjetur, Sigríður, Olöf og Unnur, sem öll eru
ógift heima. Hafa þau hjón haft ágætt barnalán,
enda hafa börnin aðstoðað foreldra sína eftir mætti
síðan þau komust á legg og stytt eftir föngum hina
löngu nótt föður þeirra, eftir það er hann varð því
nær alveg blindur, fyrst og fremst með því að lesa
fyrir hann og svo framkvæma það, sem gera þurfti
fyrir heimilið, undir hans yfirstjórn. Má til þess sjer-
staklega nefna elstu dóttur hans Sigríði, sem hefur
annast öll hans viðskiftamál og brjefaskriftir og yfir-
leitt verið hans önnur hönd um alt, er hún gat að-
stoðað hann.
Jón Bergsson hafði glögt búmannsauga. Lagði
hann því stund á, að eiga góða, fallega og vel með
farna gripi og hafði gott vit á að dæma um kosti
þeirra og galla. Ræður það að líkindum, að mesta
áhugamál hans var efling landbúnaðarins, jafnframt