Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 22

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 22
22 ÓÐINN Heldur það fund hvert laugardagskvöld. Leika nem- endur oftast vikivaka að loknum fundum. Hafa þeir mjög verið teknir upp hjer á landi á seinni tíma. Hvern sunnudagsmorgun koma nemendur saman í skólahúsinu til guðsþjónustu. Skólastjórinn les upp ritningarkafla og leggur útaf. Sunginn sálmur fyrir og eftir. Á skólinn ágætt bókasafn, nemendum til afnota. Skólinn byrjar fyrstu dagana af október og hættir fyrri hluta aprílmánaðar. Tilgangur skólans er að veita unglingum hina nauðsynlegustu mentun, og kenna þeim að notfæra sjer haná á sem gagnkvæmastan hátt, samfara því að nota vel tímann; einnig að glæða trúarlífið, vekja þrá eftir því, sem gott er, gera unglingana andlega frjálsa, — en andlega frjálsi maðurinn gerir hiklaust það, sem hann finnur og veit að er satt og rjett, — og kveikja ást til lands og lýðs. Síðan vorið 1903 hefur verið haldið hússtjórnar- námskeið hjer við skólann hvert vor. Sum vor hafa einnig verið haldin námskeið fyrir barna-, unglinga- og lýðháskólakennara. Holger Drachmann (á yngri árum). „Veldur hver á heldur". Eins og bújarðirnar eiga verðmæti sitt undir bú- endunum, svo eiga og skólarnir vöxt sinn og áhrif undir stjórnendunum. — Lars Eskeland skólastjóri og Marta frú hans eru sjerstök hjón í sinni röð. — Skólalífið í heild sinni ber það fyllilega með sjer, að þau skilja sitt hlutverk. Þau hafa sjerstakt lag á að gera það alúðlegt og skemtilegt, svo hverjum einum nemenda finst hann vera í systkinahóp undir stjórn góðra foreldra. — Sjerstaklega vil jeg minnast þeirra hjóna fyrir hið hlýja hugarþyl og hjálpfýsi, sem þau bera til þjóðar minnar og ættlands. Þótt skólinn hjer sje fullsettur Norðmönnum, þá er aldrei svo þröngt, að eigi sje rúm fyrir Islend- inga og Færeyinga. Hafa hjer áður verið 26 Iandar og 10 Færeyingar. Munu þeir allir minnast skólans með hlýju og þakklæti. Vil jeg. eindregið ráða löndum mínum, sem hingað koma til lands til lýðháskólanáms, að leita hingað. Eskeland er skáld gott. Læt jeg hjer fylgja vakn- ingarkvæði hans. Gefur það þjóð minni meðfram hugmynd um hið eiginlega norska mál, landsmálið svo kallaða, eða bændamálið, það mál, sem lýðhá- skólarnir berjast fyrir að nái óðalsrjetti sínum, og sem nú óðum vinnur rjettinn. Vakna! Vakna, vakna! Dagen ströymer frisk og frid! Vakna, vakna! Soli lær í lund og lid. Fuglen skjæker vengjer, og doggi skin pá strá. So vakna, vakna alle dá, til arbeids gá. Vakna, vakna! Morgonstund har gull i munn! Vakna, vakna! Drikk av livsens helsebrunn! Kjenn kor friskt det anger frá fjell og dal og sund: ver med nár livet etter blund har högtidstund! Vakna, vakna! Kom med friske hjarteslag! Vakna, vakna! Kom med hugen heil og hag! Stillt ei bön seg trengjer til inste hjartetág frá heimen som i natti lág og utid ság. Vakna, vakna! Höyr pá sterke soge-ord! Vakna, vakna! Skoda yver fedrajord! Heilag ande yljar imot din opne barm, til dess du bivrar sár og varm i elsk og harm. Vakna, vakna! Urett er á bægja av. Vakna, vakna! Verje det som Gud oss gav! Vent me vyrdslar tunet og gjerder garden inn, og odlar han i hug og sinn til min og din. Vakna, vakna! Yrket ligg her rikt og stort. Vakna, vakna! Fagnaverk má verta gjort. Fagnaverki store og fagnaverki smá skal brydda fram som blom og strá i kvor ei krá.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.