Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 31
ÓÐINN 31 sem kvæntur er Guðrúnu elstu dóttur þeirra hjóna. an. — Óska vinir þeirra þess, að þau megi róleg — Dvelja þau Kristján og Valgerður áfram í góðu njóta efri áranna, eftir ávaxtaríkt og vel unnið yfirlæti í Múla, og munu eigi hyggjast að flytja það- æfistarf. Kr. J. Þorsteinn Guöbrandsson bóndi á Kaldrananesi. Hann var fæddur á Kaldrananesi í Strandasýslu 25. apríl 1858. Foreldrar hans voru Guðbrandur Sturlaugsson Einarssonar, sem sumir kölluðu »hina auðgu* og bjuggu þeir hver fram af öðrum alla sína bú- skapartíð í Rauðseyj- um á Breiðafirði, en móðir hans var Sig- ríður Guðmundsdóttir Arasonar Jónssonar frá Reykhólum og bjó hann á Kald- rananesi. Guðbrandur bjó fyrstu búskaparár sín á Kaldrananesi, en þegar Þorsteinn var fjögra ára gamall fluttust foreldrar hans að Hvítadal í Dalasýslu og bjuggu þar til æfiloka, en þegar þau fluttu að Hvítadal, fór Þorsteinn í fóstur til Arna Guðmundssonar bónda á Kaldrana- nesi og konu hans Önnu Guðmundsdóttur móður- systur Þorsteins. Hjá þeim var hann þangað til 1880, að hann giftist eftirlifandi konu sinni Svanborgu Guð- brandsdóttur, sem var ættuð og upp alin í Norður- Þingeyjarsýslu. Þau byrjuðu búskap 1881 í Vatnshorni í Hróf- bergshreppi, en fluttust þaðan vorið eftir að Kaldrana- nesi og bjuggu þau þar til 1895. Þá fluttu þau sig að Bjarnanesi, sem er lítil jörð en næsti bær við Kaldrananes og bjuggu þar í 15 ár. Þau veittu því heimili forstöðu í 29 ár eða til vorsins 1910, að þau færðu sig alfarið að Kaldrananesi til dóttur sinnar og tengdasonar. Börn eignuðust þau eigi önnur en þessa einu dóttur Margrjeti, sem er gift Matthíasi Helgasyni búfræðingi og búa þau á hálfu Kaldrana- nesi með mikilli prýði eins og þau gátu lært af hinu sjerstaka prúðmenni sem Þorsteinn var, bæði sem bóndi og í öðrum efnum. Og til stjórnsemi á heimil- inu og alls hreinlætis þurfti dóttirin ekki að leita lengra eftir lærdómi en til móðurinnar. Þorsteinn gaf sig fremur lítið að alþjóðarmálum, en var því staðfastari í fylgi við þá, sem honum líkaði við og hann treysti, enda fylgdist hann vel með í öllu því sem gerðist í þeim efnum. I málefnum hjeraðsins ljet hann heldur ekki mikið á sjer bera og tranaði sjer aldrei fram í vegtillur, en reyndist í sveitarstjórn, sem öðru, ráðhollur og samvinnuþýður eins og hann kom jafnan fram í hverju, er hann lagði lið sitt til. Hann var hið mesta ljúfmenni í allri fram- komu, glaður í lund og einkar trúr við sitt starf. Eitt af störfum þeim, er hann gegndi, var að hann hafði á hendi kirkjuhald Kald- rananeskirkju í mörg ár og töldu yfirboðarar hans þar það verk svo vel af hendi leyst, að betra yrði ekki á kosið frá neinni hlið sjeð. Utan heimilisins vann hann talsvert á síðari árum — eða meðan hann bjó á Bjarnanesi — að versl- unarstörfum við kaupfjelagið á Hólmavík og kom þar frám, sem annarstaðar, hinn samvinnuþýði og að- laðandi maður, er reyndist báðum málsaðilum jafn hollur og trúr. Þegar á heimili hans kom, blasti við manni sið- prýðin, reglusemin og hreinlætið í hverju sem var, og einhverri þeirri alúðlegustu gestrisni átti maður að mæta þar, þó víða sje góð í því hjeraði. En það var alúðin og glaðlyndið hjá húsbóndanum, sem yfirgnæfði. Af því að Þorsteinn vildi ekki lifa í ágreiningi við aðra, mun það hafa stafað, að hann fluttist frá eign sinni á Kaldrananesi að Ðjarnanesi. Kaldrananes er stór og erfið jörð til sjós og lands. Þar var oft fjór- býli og lengi 4 bæir. Og eins og gerist þar sem svo Þorsteinn Guðbrandsson. Svanborg Guðbrandsdóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.