Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 8
8 OÐINN Macbeth fyrstur, inn meginrammi, freistaði mín til Fjölnis iðju; hjet jeg á Iðunni, hjet á Braga, en fyrst og fremst mína feðratungu. Því að und hennar hjartarótum vissi jeg feiknstafi flesta liggja, Egils og Ormstungu afl og kyngi, svik svartálfa, söng ljósálfa. Minti mig Macbeth á megingrimman Hákon jarl og Hölgabrúði, á rógmálm Rínar, á Regins mál, Helreið Brynhildar og Hundingsbana. Loks var teninga tólfum kastað, greip jeg fárramman fylki Skota báðum mundum að Bragafulli; þýddi þrjár rennur, þrisvar skráði. Næst fann jeg nornir norræns anda í draumdjúpum Dana-prinsi; sá þar sýnir seinni alda sjúkra sálna og siðspillingar. Saman dragast þar dulvísindi eilífðar óms og ægidóma; dreymt hefur Hamlet Dies illa, náhljóð þau er nú nísta heiminn. Þá við Othellos æqi-drama átti mín íþrótt erfiðan leik. Set jeg það sjónspil sýnu ofar harmleik hverjum, er jeg hefi sjeð. Rómeó og Júlíu reyndi jeg síðast í Sögulands að sýna gerfi — óð þess elds er ísa bræðir eins á ísafold sem Italíu; þar sem elskendur ástir sungu svo veröld öll viknaði og grjet; þá er Rómeó reis frá dauðum krýndur keisari af kossi meyjar; en draumur sá varð dauðaspá: djarfari dómsdag dró eigi Angeló. III. Heyri Albion, heyri allir lýðir orð áttræðs manns frá Ultima Thule — heyr þau Urðarorð að með ofríki aldregi vinnast hin æðstu gæði. Sú ein þjóð mun sigri hrósa, er best skilur sína bestu menn; allur ofstopi er auðnuleysi, því að rjett og satt skal ráða heimi. Heyr þú, heyr höfuðengill skálda: Sjer þú eigi hið vitstola veraldarstríð? Tak lúður þinn og lát hann gjalla ógnar-orði yfir æði þjóða! Ðlás inar bölvuðu banavjelar niður fyrir Niflheim og Nástrandir. Blás í brottu blóðs og tára syndaflóð fyr en sek'kur fold. Blástu, blástu bruna heiftir blindra lýða brott af jörðu! Blástu, blástu bræðra sættir, vek úr álögum vitstola þjóðir! Boða þú Bretaskáld betri tíma, þú sem þrjár aldir þótt sjert liðinn sungið hefur samúð og sáttir þjóða öllum betur andaðra og lífs. Ekkert afl, engir herflotar, eins og andi þinn England verja: blás þú og blás: betri koma tíðir: þú og Albion munuð æ lifa! Sí

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.