Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 6

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 6
70 ann og leita til botns, en að þenjast út og léttast að því skapi sem hann hitnar, og er þetta ólíkt því, er á sér stað með vatn, því að það er þéttast, þá er það er 40 heitt. Eg hefi þegar nokkrum sinnum nefnt íshafsdjúp- ið með þess kalda sjó, og skal eg nú nákvæmar skýra frá, hvað með því er meint. — þ>að er hið mikla djúp milli Grænlands og íslands að vestanverðu, en Spits- bergen og Noregs að austan. — Út að djúpi þessu eru io—25 mílur frá vesturströnd Noregs, og nefnist það hafsbrúnin, er sjórinn allt í einu dýpkar svo mjög. ís- lands megin er eigi fullkannað, hve langt er út að hafsbrúninni og íshafsdjúpinu vestanverðu, eður með öðrum orðum: hve langt grynningarnar ganga út frá austurströnd íslands, en ef álykta má frá þvi, sem kannað er, mun það vera undir 20 mílur. Milli hafs- brúna beggja landanna Noregs og íslands liggur þá íshafsdjúpið norðan frá heimskauti og suður undir Færeyjagrynningarnar og Norðursjávargrynningarnar, að ógleymdum álnum, er úr því gengur í suðvestur milli Færeyja og Hjaltlands. Hið mesta dýpi, er fund- izt hefir í djúpi þessu milli íslands og Noregs er 1860 faðmar,1 og er það á 66. mælistigi norðurbreiddar, í aust- ur af Langanesi, mitt á milli beggja landanna. Djúp þetta liggur frá norðri til suðurs, og er sjórinn ofan á því öllu á milli íslands og Noregs heitur, þ. e. fyrir ofan o°, 2—400 faðma frá sjávarmáli, og nær heiti sjórinn jafnvel rúma 400 faðma niður í miðju djúpinu; við hafsbrúnina Noregs megin nær hann 350 faðma niður; íslands megin er þetta ekki fullkannað, en svo er að sjá, ef ráða skal af því er kannað er, sem að eigi séu fullir 200 faðmar niður að hinum ískalda *) Mest dýpi í Norður-íshafinu er fundið miðja vega milli Spitsbergen og Grænlands 2650 faðmar.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.