Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 11
75
ursjávargrynninganna, norski állinn í Skagerak, marg-
ir firðir og dalir í Noregi, dýpsti hluti Novaja-Semlja-
hafsins, margir firðir á vesturströndum Spitsbergenseyja,
og flói sá, er liggur milli suðurodda Spitsbergens og
Bjameyjunnar.
Jafnhliða Mývatnslínunni liggur austurströnd Græn-
lands fyrir norðan Sabiney, og milli Franz-Jósepsfjarð-
ar og Grænlandshafs, eyjar þær og sund, er þar liggja
fram með Grænlands strönd, halli eður brekka sjávar-
botnsins milli Jan Mayen og Færeyja, ás eður möndull
suðurhluta íshafsdjúpsins, margir dalir og firðir í Noregi,
margir firðir og fjarðagreinar á Spitsbergen.
Jafnhliða Reykjaneslfnunni eru mjög margir firð-
ir, dalir og lautir, er liggja yfirum þveran suðurhluta
Noregs og margir firðir og fjarðagreinar á Spitsbergen.
Jafnhliða Færeyja-íslandslinunni liggja margir
firðir í Austurgrænlandi, er skerast inn í land það frá
suðaustri til norðvesturs, yzti og innsti hluti keisara
Franz-Jósepsfjarðarins, (miðhlutinn fer eptir Heklulfn-
unni), margir firðir og dalir í Noregi, vesturströnd Spits-
bergens, með eyjum, sundum og grynningum.
jpannig mætti segja, að suðurhluti íshafsdjúpsins
sé lagaður eptir Mývatnslínunni, en norðurhluti þess
sé að vestan myndaður eptir Mývatnslínunni, að sunn-
an eptir Heklulínunni og að austan eptir Færeyja-
Íslandslínunni.
í opnu hafi er sjórinn ætfð, nema stöku sinnum
í Heimskautahöfunum, heitastur við sjávarmál, en kóln-
ar eptir því sem neðar kemur. Á sumrin er mestur
munur á hitanum ofan til í sjónum. Sólin og loptið
hita þá upp sjávarflötinn og efstu lög sjávarins; við
það léttast þau, og reyna þvf eptir eðli sínu að verða
ofan á hinum kaldari sjó, eptir einkenni því, er tekið
var fram um sjóinn hér að framan. Á vetrum, þá er