Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 22

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 22
86 sem þakinn er ís, breiðir sig eins og sagt hefir verið yfir heita strauminn, og það því meir sem norðar kem- ur í Grænlandshafi og það þrengist meir; hindrar þetta rannsóknir allar Grænlandsmegin. En þó að þverskurðarflötur hins heita straums minnki eptir þvi sem norðar kemur, er eigi þar méð sagt, að megin hins heita sjávar minnki, því menn þekkja eigi hraða straumsins; en vel getur verið, að hann aukist eptir því sem þverskurðarflöturinn minnkar, En hvernig sem þessu er varið, er heiti straumuriim nógu öfi- ugur til að kowast norður fyrir Horn, og lialda síðan austur með norðurströnd íslands, og má nú álíta það sannað með rannsóknum Fyllu 1878 á hit- anum í sjónum fyrir norðan ísland (samanber töfl- urnar Y og VI), að sú grein Crolfstraumsins, er fer norðurmeð vesturströnd Islands, beygist norð- ur og austur fyrir Horn, og lialdi síðan áfram austurmeð Norðurlandi; og er líklegt, að hún síðan haldi áfram þar til hún uppi undir Noregi sameinar sig við hina syðri grein Golfstraumsins, er fer fyrir sunnan ísland, milli þess og Færeyja, austur að vestur- strönd Noregs og norðurmeð henni. f’etta er einnig samkvæmt því, hvernig straumar hafsins haga sér yfir höfuð að tala. f>að er nefnilega hægt að sanna, að sérhver hreifing á norðurhelmingi hnattar vors, hvort sem hún fer í norður eður suður, hafi tilhneiging til að beygja af til hægri handar; þetta orsakast af snúningi jarðar vorrar um möndul sinn. þetta er alkunnugt, að því er snertir hina svo nefndu Norðanstaðvinda (Passatvinda), og Sunnanstaðvinda (Antipassatvinda) í loptinu; en sama hlýtur og að eiga sér stað í sjónum, að því er strauma hans snertir. þ>á er nú þvílíkur straumur fer frá norðri til suðurs á norð- urhelmingi hnattarins, leitast hann ætíð við að beygja til hægri handar, þ. e. hann leitar til vesturs, þangað

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.