Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 24

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 24
88 hann til að stefna til suðausturs, og þar eð strönd New-Foundlands beygist mjög til vesturs fyrir sunnan austurodda þess, breytir straumurinn einnig stefnu sinni og leitar til vesturs, þangað til hann stöðvast af aust- urströnd Bandaríkjanna í Norður-Ameríku, og knýst til að halda suður með henni. — Kaldi straumurinn, er fer suðvestur með austurströnd Grænlands, heldur eigi áfram þessari stefnu sinni, þá er hann kemur suður fyrir Hvarf, þ. e. hann heldur eigi í suðvestur til New- Foundlands, eins og menn áður hafa ætlað, heldur beygir hann við Hvarf til vesturs, fer máske um stund norður með vesturströnd Grænlands og beygir svo við vestur í Labradorstrauminn. Heiti straumurinn, er stefnir í norðaustur fram með vesturströnd Noregs, beygir við Norðkap nærri því jafnhliða ströndinni til austurs, og heldur svo þeirri stefnu þangað til hann hittir fyrir vesturströnd Novaja Semlja, er hann getur fylgt til norðurs ; þannig er þvi einnig varið með heita strauminn, er stefnir til norðurs fram með vesturströnd íslands, að hann beygir til austurs við Horn og stefnir eptir það til austurs fram með norðurströnd íslands. ■— f>etta sanna kannanir sjávarhitans, er gjörðar voru á Fyllu árin 1877 °S 1878, og þó fóru kannanir þessar fram, strax eptir að ísinn var farinn frá landinu, svo að þetta virðist benda á, að heiti straumurinn hagi sér þannig, eigi að eins á sumrum, heldur og á vetrum. Sökum þess að sjávarhitinn áður fyrri hafði eigi verið athugaður á vetrum fyrir Norðurlandi, þótti lík- legast, að vestanstraumurinn þar væri þann tíma árs- ins kaldur eða fyrir neðan o°. En síðan 1873 hefir síra Pétur Guðmundsson í Grímsey mjög nákvæmlega og áreiðanlega athugað hita bæði lopts og sjávar, og þó að hann að eins hafi mælt hita sjávarins við sjávarmál, þá sýna samt atliuganir hans og sanna, að vestan- straumurinn í'ram með Norðurlandi sð heitur einn-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.