Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 42

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 42
106 izt saman við mannabeinin, enn fremur hýenur, nas- hymingar og bjamdýr — slíkar dýraleifar hafa og fundizt í þýzkalandi, Frakklandi og víðar; enn fremur visundar, hreindýr og hið horfna mammút. fetta voru nú raunar aðrar tegundir en þau samnefndu dýr sem nú lifa; en alt þetta bendir á, að öll önnur hita- hlutföll hafi þá verið í Norðurálfunni, því þær tegund- ir þessara dýra, sem nú eru uppi, geta alls eigi hald- izt við í loptslagi Englands, Frakklands og þýzkalands, þar er of kalt fyrir fíla og nashyrninga, en of heitt fyrir hreindýrin. Um ísöldina var einmitt hreindýra- timi í Evrópu; en þegar hlýnaði, þá færðust hreindýr- in norður eptir, þvi þau þoldu eigi hitann, en mammút- fíllinn leið undir lok. Saman við þessi steindu bein finnast verkfæri úr tinnusteini, dýrabeinum og horni. Vér finnum ekkert mál, engan staf, er hljómi til vor i gegnum þessar aldir; en ýmsir hlutir benda samt á, að skynsemi mannanna hafi þegar i öndverðu sett þá hærra en dýrin. J>etta langa timabil köllum vér steinöld, af þvi þá voru öll verkfæri úr steini. Steinöldinni er aptur skipt i þtjá kafla: i., mammút-öld; 2., hreindýra-öld og 3., dysja-öld, eptir þeim hlutum, sem mest bar á og voru einkennilegastir á sérhverju tímabili. Næst á ept- ir steinöldinni kemur ciröld eða bronze-öld, og sein- ast járnöld; en öll þessi tímabil renna svo hvert inn í annað, að skörp takmörk verða eigi dregin á milli þeirra. Steinfæri voru notuð löngu eptir að bronze var farið að tiðkast, og eru jafnvel enn notuð af sum- um villiþjóðum, svo vér getum jafnvel sagt, að steinöld sé sumstaðar enn; í Ameríku var eiröld þegar Evrópu- menn komu þangað, bæði hjá Inkaþjóðunum í Suður- Ameríku og Indíönunum í Norður-Ameríku. Annars má og skipta í tvo kafla: 1. stein-tré-beinöld og 2. málm- öld, enhenni apturía, eiröld ogb járnöld; niðurstaðan

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.