Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 43

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 43
io7 verður hin sama. f>ess ber og að geta, að allir þess- ir hættir eða aldir ganga yfir allan hnöttinn, en eru eigi einkennilegir fyrir neina einstaka álfu, því síður fyrir nokkurt land. I. STEINÖLDIN. Henni er nú raunar lýst yfir höfuð í þvi, sem nú þegar hefir talið verið, en vér get- um lýst nokkuð nákvæmar hverju tímabili hennar fyrir sig.' A. MAMMÚT-öXjD eður elzta steinöld. Margir hlut- ir sanna, að menn hafi uppi verið þegar mammút-fílarnir voru til; eru það bæði hin steindu mannabein og hin ruddalegu steinverkfæri, er finnast saman við dýraleif- arnar, og virðast eigi hafa borizt þangað seinna. Árið 1847 fann Boucher de Perthes í gömlu flóðlandi hjá Abbeville í Norður-Frakklandi steind dýrabein þannig samanhrúguð við verkfæri úr tinnusteini, að hvorttveggja var auðsjáanlega frá sama tíma. B. de. P. var lengi eigi trúað til þess, að manna verk væri á þessum stein- um; allir lærðir menn voru á móti honum, fastir á trú- arsetningu jarðfræðinnar, að ómögulegt væri að til væru steind mannabein; hann var rengdur nærri því í tíu ár, en einkum af því að enginn vildi lita á þetta með eig- in augum, þeim þótti þess engi þörf; því þar í er afl hleypidómanna fólgið, að fyrirlíta reynsluna. En þetta lagaðist þó smámsaman; enskur jarðfræðingur hafði heyrt talað um þessa hluti, sem grafnir voru upp úr jörðinni við Abbeville ; hann gjörði sér þá ferð þang- að til að sjá þá, og sjá: hann snerist og trúði. þar ') Klöden 1, 400. 1197. — Woraaae, 1 Aarböger for nordisk Old- kyndighed 1872 og víðar. — Zinck, Forhistoriske Mindesmærker i Indien, Aarb. 1869. bls. 338—368. — Hindenburg, Den archæo- logiske Kongres i Kbh. 1869. Aarb. 1869. bls. 369—397. — Wor- saae. Fra Steen- og Bronze-alderen i den gamle og den nye Ver- den. Aarb. 1879. bls. 249—357. pessi rit eru og notuð við hin tímabilin.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.