Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 44

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 44
lo8 með var sigurinn unninn og nýtt stig gengið í jarð- fræðinni. þar fundust raunar fá mannabein, en þó nokkur, og axir og spjótaoddar úr steini; á meðal dýrabeina fannst heil beinagrind af nashymingi. 1 Sviss hafa fundizt mammútbein og hreindýrabein sam- an við skeljar, sem enn eru lifandi sömu tegundar; skeldýrin hafa getað timgast í sjónum og viðhaldið tegundinni, þar sem landdýrin drukknuðu og liðu undir lok. Við ósana á Tiniére var grafið við járnbrautar- gjörð, og fundust þar í efsta jarðlaginu rómverskir tiglsteinar og einn peningur; þar fyrir neðan fundust leirker og verkfæri frá eiröldinni, og enn neðar fund- ust leirkerabrot, viðarkol, dýrabein og manns-beina- grind af stutthöfða (brachycephal). Morlot ætlar, að myndan þessara jarðlaga hafi numið hundrað þúsund- um ára, og að neðstu fornleifarnar sé jafn gamlar þeim við Abbeville. Annars er þetta yngra en ísöld- in.1 — í mörgum löndum eru hellar, gil og gjár, og finnst þar mikið af beinum, sem límd eru saman með rauðum leir, sandi og kalki, og orðin að kalksteinum eða kalksteinsveru; slíkir hellar eru og einkum í kalk- björgum.2 í 40 hellum hjá Lúttich fann Schmerling leifar af mammút, nashyrningum, björnum, hýenum, ljónum og fleiri dýrum, og hvervetna þar innan um voru verkfæri úr tinnusteini; einungis í 4 eða 5 fundust mannabein. í Kirkjudalshelli fyrir norðan Jórvíkfund- ust bein af 300 hýenum saman við bein af nautum.fílum, nashyrningum, vatnahestum, hrossum, björnum, úlfum, hérum, völskum og fuglum, og voru öll brotin og tanna- förin á þeim eptir hýenurnar. þar saman við voru manna- bein, og hefir bæði fornfræðingum og jarðfræðingum komið saman um, að hin steindu bein þessara mannahafi ’) Klöden I, 400. 2) Eðlislýsing jarðarinnar, bls, 56—57.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.