Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 53
en þar á móti mjög’ fá fullsmíðuð eða vönduð verk-
færi. Frá hinni belgisku steinsmiðju munu verkfærin
hafa flutzt ófáguð, en kaupendurnir sjálfir látið fága
þau, og helzt til skrauts. í Belgíu var sú tilraun gjörð
fyrir nokkrum árum, að ófáguð tinnusteins-öxi var fág-
uð á hverfisteini, og voru tveir menn að verkinu í 51
klukkustund; ætla menn því, að steinaldarmenn haii
þurfttilþess 10 eða 15 daga, þar sem þeir höfðuenga
hverfisteina. í Belgíu-námanum eru og margir sand-
steinar, sem auðsjáanlega hafa verið brotnir og höggnir,
og þykjast menn hafa fundið þar kvarnarstein; þá
hefir korn orðið að þekkjast. Merki til elds hafa og
fundizt, og steinlampar eða kolur, sem kveikt hefir
verið á til að lýsa í myrkrinu. Fjórar slíkar kolur hafa
fundizt í þessum námum, og stóð ein á stalli þar sem
hún hefir verið sett fyrir mörgum árþúsundum. f>að
er óefað, að þessir menn hafa rekið verzlun við sam-
tíða þjóðir og selt þeim steinfærin. Tinnusteinar finn-
ast hvergi í Svísslands-fjöllum,1 en þó finnst þar nóg
af verkfærum úr tinnusteini; þjóðirnar, semþarbygðu,
hafa þvi hlotið að fá annaðhvort tinnuna eða verkfær-
in annarstaðar frá.2 Steinfærin eru annars einnig úr
öðru efni en tinnu; þau eru og úr kvarts, kalcedon,
basalt, nephrit, sandsteini og öðrum steintegundum.
Margir hamrar finnast og af hjartarhornum. í nám-
unum finnast margar dýraleifar, og má af því ráða,
hvers konar dýr þá hafi verið á þessum stöðum; það
voru hérar, kanínur, grábirnir, hundar, kettir, otrar,
greifingjar, naut, geitur, villigeltir, hirtir og elgir.
Hundurinn var taminn. í Belgíu-námanum fannst beina-
grind af meðalmanni miðaldra, sjálfsagt jafngömul nám-
anum. Námarnir hafa verið mjög djúpir, og engin
*) Antiquarisk Tidsskift 1858—1860, bls. 290.
a) Engelhardt, Om Stendysser o. s. fr., Aarb. 1870, bls. 185.