Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 57

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 57
121 í>essi málmblendingur framleiddi margar og veru- legar breytingar á mentun og lifnaðarháttum þjóðanna. þ>ær fengu miklu hentugri verkfæri til að ryðja merk- urnar með ög yrkja jörðina, og samgöngurnar hafa eflzt og aukizt. Vér getum greint tvö tímabil eirald- arinnar: i, eldri eiröld: þá voru líkin grafin óbrend og á svipaðan hátt og á dysja-öldinni; vopn, verkfæri og skraut þessa tímabils eru gjörð í hinum hreinasta og fegursta stíl; og 2, yngrieiröld: þá voru líkin brend og jarðsett á annan hátt en áður; allir hlutir frá þessu tímabili eru verr gjörðir og lakari en hinir eldri. Sé svo, að nýjar þjóðir hafi komið frá Asíu og flutt eirblendinginn fyrst til Grikklands og Ítalíu, þá hefir hann og hlotið að flytjast þaðan og til Mið-Ev- rópu, og þaðan aptur til Norðurlanda. Vérhöfumnæg rök fyrir því, að þessi nýja mentun hefir hvorki kom- ið vestan að né austan að norður í heim, hvorki frá Spáni, Frakklandi, Bretlandseyjum, né heldur frá Rúss- landi, Pólen og Finnlandi. í hinum fyrrnefndu lönd- unum er eiröldin dauf og miklu líkari hinum ítölsku eiraldar-háttum, og í siðar nefndu löndunum vantar hana svo að segja alveg, nema hvað illa gjörðir eir- blendingshlutir finnast á Norður-Rússlandi frá Úral og vestur á Finnland, og er alt þetta mjög ólíkt hin- um fögru og listalegu smíðisgripum hinna norrænu eir- aldar-þjóða. Gangi þessara hluta má fylgja fet fyrir fet frá Mið-Evrópu og norður eptir; fundizt hafa og næg merki þess, að menn fundu sjálfir upp og steyptu eða smíðuðu verkfærin, og að þeir ekki keyptu þau tilbúin af öðrum. þ>að getur enginn efi leikið á því, að menn hafa fundið málmana í Mið-Evrópu-fjöllum, sem enn eru fræg fyrir námuverk og málmgröpt; en vér tökum það aptur fram, að Norðurlanda-búar (það er: Norðurþýzkaland og Danmörk) eiga sjálfir þann heiður, að vera frumsmiðir og aðilar þessarar

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.