Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 58

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 58
122 nýju mentunar, en fengu hana hvorki frá Bretlands- eyjum né Garðaríki. Á írlandi komst eiraldarmentun- in samt allhátt; en svo virðist, sem hún hafi komizt þangað og til Bretlands frá Ítalíu og í gegnum Frakk- land, en að sá mentunarstraumur, sem gekk sunnan að og til Norðurlanda hafi eigi náð lengra vestur eptir en í Rínarlöndin. En í öllum löndum Norður-Evrópu norðan og vestan til stóð eiröldin um langan tíma, sjálfsagt um margar aldir; annars verður eigi skilið, hvemig hún hafi getað framleitt svo mikla list og ment- un, sem fornleifamar sýna ; en hún var þá þegar horf- in í Suður-Evrópu og vikin úr sæti fyrir járnöldinni og enn annari mentun. Nyrðst í Noregi, í Svíaríki og á Norður-Rússlandi stóð steinöldin enn. það gefur að skilja, að vér getum ekki talið upp alla þá hluti, sem finnast í jörðu eptir eiraldarmennina; þeir eru miklu margháttaðri en frá steinöldinni; þeir sýna, að menn gátu þá miklu fremur fullnægt þörfum lífsins og voru komnir á svo hátt stig í tilverunni, að þeir ekki einungis hugsuðu um fegurðina, heldur og gátu framleitt hana. Menn hafa þókzt getagjörtmun á vestrænni og austrænni prýði, t. a. m. á knífunum: vestanþjóðirnar prýddu þá með skipamyndum, en aust- anþjóðirnar prýddu fórnarkerin með S-mynduðu kroti.1 fetta krot er opt fylt með harpeis eða einhverju þess konar efni. Seinast á öldinni tóku menn til að klæða smíðisgripina með gullflögum. Hinar helztu leifar eir- aldarinnar eru pálstafir (Celt), lúðrar, skildir, spjót og sverð, og margs konar skrauthlutir. Til þessarar ald- ar teljast og helluristurnar (Hállristningar), sem kall- aðar eru, og eru það helzt skipa-myndir og manna, ') pað eru ker, sem finnast full af ýmsum hlutum, og eru fenjafundir eiraldarinnar opt þannig. Sophus Miiller, Bronzealderens Perio- der, Aarb. 1876, bls. 237.-—Worsaae, i Aarb. 1879, bls. 354.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.