Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 59
123
höggnar á kletta; þær finnast einkum í Sviþjóð og á
Danmörku, nokkuð svipaðar þeim sem á knifunum eru,
en fremur illa gjörðar.1
Eiraldar-menn notuðu opt dysjarnar frá steinöld-
inni til að jarðsetja hina dánu, og finnast því opt eir-
aldarhlutir í dysjunum; má stundum af því ráða, hvort
þar sé grafinn karl eða kona; karlmönnum fylgja sverð,
axir og önnur vopn, en kvennmönnum fylgir ýmislegt
skraut, nálar, stundum tygil-knífar. Á Jótlandi hafa
fundizt eikarkistur með mannabeinum og klæðum, það
voru leifar af karlmanni og kvennmanni; hjá karl-
manninum fannst stórt sverð, en hjá kvennmanninum
tygilknífur, hálshringir, armbaugar og fingurgull, og
stórar kingur af eirblendingi. Hjá karlmanninum fannst
kápa, en kvennmaðurinn hafði verið í síðum fötum.
Bæði frá steinöldinni og þessari öld finnast tölur af
raf og gleri.2 .
S. Múller neitar þvi, að lakari frágangur á eir-
aldarkerunum beri vott um hnignun aldarinnar í verkn-
aðinum; segir hann, að dánarkerin (Urner) ein sé lak-
ari, — þeim hefir þótt þau fullgóð til að standa í mold-
inni — en öll önnur búsgögn sé jafn vel gjörð um alla
eiröldina; getur þetta því eigi verið neitt aðgreining-
armerki eldri og yngri eiraldar.3
Allvíða finnast hrúgur eða dyngjur af mörgum
verkfærum, vopnum og skrauthlutum, sumt brotið en
sumt beygt, og hefir þetta helzt fundizt í mýrum og
fenjum, og stundum steinar raðaðir í kring. Danir
kalla þetta „Mosefund“,4 en vér köllum það hér
*) H. Petersen, Om Helleristninger i Danmark, Aarb. 1875, bts. 402
—450-
a) Soplius Miiller, Aarb. 1876, bls. 281—290. 307.
8) Aarb. 1876. bls. 306.
4) V. Boye, Bidrag til Kundslcab om den ældre Jernalder i 1)anmark,
Annaler for nord. Oldkyndighed 1860, bls. 26—61. bls. 50.