Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 62
126
A. hin ELZTA JÁRNÖLD á Norðurlöndum nær
hér um bil frá Krists fæðing og til 450; sumir telja
hana samt ekki fyr en frá 200 eða 300 árum eptir
Krist. Hún einkennist á rómverskum peningum og
fomleifum, og á þessari öld hyggja menn að rúnir
hafi fyrst komið upp.
Fyrrum ætluðu menn, að járnöldin hafi komið
hastarlega eptir eiröldina, og að jarðsetningarhættirnir
hafi alt í einu breyzt; en menn hafa síðan komizt að
raun um, að likin vom brend á elztu járnöldinni, alt
eins og við endalok eiraldarinnar, bæði á Danmörku
og Norður-þ>ýzkalandi, og enn lengur í Noregi og Svía-
riki. Á þessu tímabili járnaldarinnar var og sá siður,
að beygja og brjóta vopn og verlcfæri og láta þau i
fen og mýrar, eða í vötn og undir stóra steina; þetta
var og siður á eiröldinni, og höfum vér áður getið þess.
— Undir lok þessa tímabils eða á fjórðu og fimtu öld
eptir Krist var i Danmörku komin breyting á jarð-
setningar-hættina, með því líkin, sem voru brend fram
eptir allri öldinni,1 voru látin óbrend í langar stein-
kistur eða í langa hauga, og voru haugaleifarnar þá
eigi brotnar né beygðar, eins og siður var í Noregi
um öll járnaldar-tímabilin. í þessum haugum var graf-
ið fyrir neðan mold, og finnst sá háttur ekki norðar
en á Skáni, en hvorki í Svíaríki né í Noregi; þar á
móti umalla Mið-Evrópu og suður að Mundíafjöllum;2
þar finnast fögur ker úr eirblendingi, og skálar úr sama
efni; bikarar úr gleri og silfri, sylgjur og annað skraut,
alt með rómversku sniði; þar kemur og fyrir rómverskt
letur og hinar elztu gotnesku rúnir, sem menn þekkja.
Slíkar leifar finnast og á Norðurlöndum, og þykjast
menn vitameð vissu, að þær hafi komið beinlínis sunn-
*). Sophus Miiller, í Aarb. 1874, bls. 350. 351, og viðar.
2) Worsaae, í Aarb. 1872, bls. 396