Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 64
128
Svo virðist, sem á þessum tíma, þegar siður var
að beygja og bijóta hlutina og jarðsetja í ættarhaug-
um, hafi sviplegur hnekkir komið á samgöngurnar milli
Suður-og Norðurlanda.1 því að peningafundirnir sanna,
að alt að miðju þriðju aldar eða jafnvel alt að 300. e.
Kr. hafi fjölmargir rómverskir peningar gengið um
alla Mið- og Norður-Evrópu; hinir yngstu eru frá ár-
unum 220—230, og eru þar á myndir Rómakeisara,
eða letur; ná þessir peningar þó eigi tilNoregs, held-
ur norður á Danmörku og austur að Vislu-ósum, það-
an norður með Eystrasalti Rússlands-megin og yfir á
Eyland og Gotland. í Danmörku og Svíaríki finnast
þeir þúsundum saman, langoptast í fenjahrúgunum,
sjaldan í haugunum, og þá bæði saman við brend bein
og óbrend. En í heila öld, frá 250—350, finnastengir
eða mjög fáir rómverskir peningar í Norður-Evrópu,
og hinir fáu, sem finnast frá öldinni næst þar á eptir
(350—450), þykja vera fluttir norður eptir um Vesturlönd
(Valland og Bretland), en ekki yfir miðja Evrópu.
fetta virðist standa í sambandi við hreifingar hinna
slafnesku þjóða, sem urðu þegar eptir Krists burð og
voru fyrirboði og orsök falls Rómaveldis. Um þetta
leyti og nokkuð seinna komu upp ýmsir merkilegir
menn, er stofnuðu dýrðleg og mikil ríki, en svo skamm-
vinn, að þau eru eins og leiptur í sögunni. þannig
voru ríki Sáms (Samo, j- 662) í Bæheimi og norður að
Saxelfi; þiðreks af Bern (Theodorich, Verona), Jör-
munreks (Ermenreks, Ermanarich), Atla Húnakonungs
(Attila) og ríki Svatóplúks á Rússlandi. J>jóðahreifing-
arnar, sem stóðu í sambandi við öll þessi ríki, mynd-
uðu breitt belti, sem náði alt í frá Mundíafjöllum og
norður að Saxelfi, og yfir þennan ólgusjó þjóðanna gat
engin mentun, engin áhrif komizt frá Suðurlöndum
1 Worsaae, í Aarb. 1872, bls. 397.