Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 66
i30
ekki farið landveg norður fyrir Helsingjabotn og fyrst
til Hálogalands og svo þaðan suður eptir Noregi1.
Sumum þykja fenjafundirnir benda á miklar orrustur,
sem hafi orðið á milli aðkomumannanna og þeirra, sem
fyrir voru; en þessar hinar eldri þjóðir höfðu þá þeg-
ar einnig tekið upp hina elztu jámaldarháttu, svo ekki
verður sagt, að alveg ný mentun hafi komið með þess-
um aðkomuþjóðum, en þá komu samt upp hinar fyrstu
rúnir, ef til vill eptir fyrirmynd latinu-stafrofsins;2 og
þá urðu sverðin og skrauthlutimir fegri og dýrmætari
en áður. Hin verulega bygging Norðurlanda hefir þá
eigi orðið fyx en á elztu járnöldinni, eptir Krists burð,
og hefir hún verið afleiðing af hreifingum þjóðanna
suðurfrá, sem þokuðu hinum eldri þjóðunum æ lengra
norður eptir.3 — í Noregi og Svíariki er mikið af
bautasteinum, lágum steindysjum og steinasetningum
ferhyrndum, þrihyrndum og kringlóttum, eður og í
skipmynd, en í Danmörku finnst þetta mjög sjaldan.
þykir líklegt, að þetta sé leifar frá lokum elztu járn-
aldar, en hún stóð miklu lengur í Svíaríki og Noregi
en á Danmörku.4
2. MIÐ-JÁRNÖLD (o: 450—700) einkennist á róm-
verskum gullpeningum, sem komu einkum austan og
sunnan að, frá Miklagarði og austur-rómverska ríkinu.
Frá þessu tímabili eru kingurnar (sem með ljótu nafni
kallast ,,Bracteat“): það eru gullkringlur, sem upp-
runalega eru eptirmyndanir býzantínskra peninga; enn
fremur brjóstsylgjur og axlaspennur óvenjulega skraut-
legar; margir gullhringar finnast og frá þessu tímabili.
1 haugunum finnast dýrmæt og fögur vopn, greipt
‘) Worsaa, Om nogle norske Oldsagfund, Aarb. 1869, bls. 3, o. v.
2) Wimmer, Runeskriftens Oprindelse etc., Aarb. 1874. bls. 88. sbr.
Worsaae, i Aarb. 1872. bls. 401-
8) Worsaae, sst.
4) Worsaae, i Aarb. 1872 bls. 492.