Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 67

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 67
I3i með lituðu gleri og steinum, og axlaspennur af gulli og- silfri, einnig settar steinum1. Kingurnar eru merki- legastar allra þessara fornleifa; voru þær ætlaðar til að bera á hálsi sér og prýddar ýmsum myndum, er menn ætla helzt eigi að tákna afreksverk Sigurðar Fofnisbana2. Hinn mikli gullauður, sem komið hefir til Norðurlanda á þessu tímabili, hefir án efa verið runninn frá Rómaveldi, því það var á þessum timum kúgað og rænt af germönskum þjóðum. En miklu víðar var rænt en í sjálfu Rómaríki á Suðurlöndum; rán og grimdarverk danskra og norskra víkinga um allar Evrópustrendur og enda langt inn í löndin eru alkunn, og það er einnig kunnugt, að þeim er hrósað fyrir ránin og grimdina, og sagt það hafi eflt fram- farir mannkynsins. í Danmörku einni og „Skandína- víu“ hafa fundizt níu sinnum fleiri gullkingur en í öllum öðrum löndum til samans3, og komast menn svo að orði, að þetta skraut hafi helzt tíðkazt í Danmörku; en hitt er eins satt, að þar var mest af þessum óþjóða- lýð, sem hlammaði sér niður á fagurt land eins og gammar, og drap og rænti allt sem unt var, bæði með svikum og ofriki.4 3. YNG8TA JÁRNöliDIN nær frá 700 til 1030 (Stiklastaða-orrustu), og er hinn elzti sögutími Norður- ') Worsaae, i Aarb. 1872 bls. 405. *) Worsaae, i Aarb. 1870 bls. 382—419. 1872 bls. 406. Thomsen, Om Guldbracteaterne.i Annaler for nord. Oldk. 1855.—Bugge, i Aarb. 1871 bls. 171-----226. ®) Worsaae, i Aarb. 1870 bls. 384. 4) Fra þessari og ef til vill fyrri öld eða tímabili járnaldarinnar eru sögur af Hrólfi Kraka, Ragnari Loðbrók og fleiri köppum, en það er ómögulegt að ákveða neitt ártal eða þess lconar um þá með sögulegri vissu, 9*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.