Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Blaðsíða 11
il7
ishólmi; ein af dætrum þeirra, Hildur, var gipt Hirti
lækni Jónssyni í Stykkishólmi.
15. Brynjólfur Pjetursson, fæddur á Víðivöllum í
Skagafirði 15. apríl 1810, sonur Pjeturs prófasts Pjet-
urssonar að Miklabæ í Blönduhlíð og seinni konu hans
þóru Brynjólfsdóttur gullsmiðs á þrastastöðum Halldórs-
sonar biskups; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1828 og
skrifaður árið eptir í stúdentatölu við háskólann; cand.
juris 29. apríl 1837 með 1. einkunn í hinu teóretiska
og 2. einkunn í hinu praktiska prófi. Hann komst
síðan i rentukammerið og var þar mörg ár ; 9. apríl
1844 fj'ekk hann veitingu fyrir Skaptafellssýslu, fór
samt eigi þangað, og varð ritstofufulltníi í rentukamm-
erinu 25. apríl 1845 °S 22- janúar 1847 kammerassessor
að nafnbót. þegar hin islenzka stjórnardeild var stofn-
uð með kgsúrsk. 10. nóvember 1848 (Lovs. forlsl. XIV,
204, sbr. 209 og 210), var Brynjólfur Pjetursson s. d. skip-
aður forstöðumaður hennar og8.desember s. á. sæmdur
jústizráðs nafnbót. Á ríkisþingi því, er samdi stjórn-
arskrá fyrir Danmörku veturinn 1848—49, sat hann sem
konungkjörinn þingmaður fyrir ísland (Lovs. for Isl.
XIV, 136 og 193) ásamt Konráði háskólakennara Gísla-
syni og alþingismönnunum Jóni Guðmundssyni (B 14),
Jóni Johnsen (A 41) og Jóni Sigurðssyni. Brynjólfur
jústizráð andaðist á St. Hans spítala hjá Hróarskeldu
18. óktóber 1851, ókvæntur og barnlaus.
16. Eggert Ólafur Briem, fæddur á Kjarna í Eyja-
firði 15. október 1811, sonur Gunnlaugs sýslumanns
Briems (B 10); útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1831 ;
var síðan skrifari hjá föður sinum og var settur fyrir
Eyjafjarðarsýslu um tíma 1834; fór utan og var skrif-
aður í stúdentatölu við háskólann 1835; cand. juris 23.
apríl 1841 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann fór
sama ár á skrifstofu Hoppes stiptamtmanns í Reykja-
vík, var settur 10. júli 1843 fyrir Rangárvallasýslu