Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Blaðsíða 69
»75
Reykjavfk 15. desember 1807, sonur Guðmundar Bern-
harðssonar, fyr bónda á Kringlu í Grímsnesi, og seinni
konu hans Ingunnar Guðmundsdóttur prests í Reykja-
dal Guðmundssonar; útskrifaður úr Bessastaðaskóla
1832. Siðan var hann á skrifstofu land- og bæjarfó-
geta Ulstrups, og var settur fyrir land- og bæjarfógeta-
embættið um tíma 1836. Hann fjekk umboð yfir
Kirkjubæjarklaustri 1835 og reisti bú á Kirkjubæ á
Síðu 1837; um vorið 1847 ljet hann af umboðinu og
fiutti sig til Reykjavíkur, var hann þá um tíma að-
stoðarmaður land- og bæjarfógeta Stefáns Gunlögsens,
en fór utan 1848, og var hann þá kjörinn af konungi
til að sitja á þingi því, er skyldi semja stjórnarskrá
fyrir Danmörku, og sat hann á því þingi veturinn
1848—49. Sumarið 1849 kom hann út aptur og
var þá settur fyrir Skaptafellssýslu, en fór utan i
annað sinn 1850 til að taka próf í dönskum lög-
um og lauk því 5. mai 1851 með 1. einkunn í báðum
prófum. Eptir þjóðfundinn 1851 var sýslumennsku Jóns
Guðmundssonar lokið, og tók hann þá við ritstjórn
„f>jóðólfs" i nóvembermánuði 1852 oghjelt henni þang-
að til í aprílmánuði 1874. 30. júlí 1858 var hann sett-
ur málaflutningsmaður við yfirdóminn og var það til
dauðadags. Hann sat sem þjóðkjörinn þingmaður á
alþingi 11 fyrstu þingin, síðast 1867, og var forseti al-
þingis 1859 og 1861 ; sömuleiðis sat hann á þjóðfund-
inum 1851 sem þjóðkjörinn þingmaður. 1 hinum fyrstu
kosningum, sem fram fóru eptir að alþingi hafði feng-
ið löggjafarvald, var Jón Gudmundsson enn kosinn til
þingsetu, en hann andaðist i Reykjavik, mánuði áður
en hið fyrsta löggefandi alþingi var sett, 31. mafmán.
1875. Kona hans var Hólmfríður (f 25. nóv. 1876)
þorvaldsdóttir prófasts Böðvarssonar í Holti undir
Eyjafjöllum, og eru þeirra börn: f>orvaldur læknir á
ísafirði, Kristin gipt Dr. med. Haraldi Krabbe í Kaup-