Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Blaðsíða 27
233
hann Borgarfjarðarsýslu io. maf 1847 og Mýra- og
Hnappadalssýslu 1. júní 1848, en þjónaði jafnframt
Borgarfjarðarsýslu til 20. júlí 1849; vesturamtinu þjón-
aði hann frá 1. september 1847 til i- júlí 1848 í fjær-
vist Bjarna amtmanns Thorsteinsonar. Hann varð 2.
assessor og dómsmálaritari í yfirdóminum 16. maí 1850,
1. assessor 31. marz 1856 og jústitíaríus 7. nóvember
1877. Frá því um haustið 1851 þangað til sumarið
1852 þjónaði hann bæjarfógetaembættinu í Reykjavík
sem settur. 2. ágúst 1874 var hann sæmdur riddara-
krossi dannebrogsorðunnar. Hann sat á alþingi 1855
sem þjóðkjörinn þingmaður, á alþingi 1859 og öllum
þingum síðan hefur hann setið sem konungkjörinn þing-
maður. Jón háyfirdómari er tvíkvæntur; fyrri kona
hans var Jóhanna (-j- 21. maí 1855) Bogadóttir frá
Staðarfelli Benediktssonar; börn þeirra eru: sjera Pjet-
ur á Presthólum, sjera Brynjólfur á Hofi í Álptafirði,
Jarðþrúður, og Jóhanna kona sjera Sófoníasar Hall-
dórssonar á Goðdölum; seinni kona hans er Sigþrúð-
ur dóttir sjera Friðriks Eggerz í Akureyjum, og elzta
dóttir þeirra Arndís er gipt Guðmundi lækni Guð-
mundssyni á Laugardælum.
48. JÓn Skúlason, fæddur Ii.nóvember 1736, son-
ur Skúla landfógeta Magnússonar og konu hans Stein-
unar Björnsdóttur prófasts Thorlacíusar á Görðum á
Álptanesi; útskrifaður úr Hólaskóla 1753; cand. juris
8. nóvember 1755 með 2. einkunn í báðum prófum.
Hann gjörðist síðan aðstoðarmaður föður sfns og var
skipaður varalandfógeti 22. júní 1763 með fyrirheiti
um landfógetaembættið, þegar það yrði laust, en and-
aðist í Viðey á undan föður sínum 10. marz 17891.
1) Skúli landfógeti fjekk lausn frá embætti 17. maí 1793
og andaðist 9. nóvember árið eptir, nærri 3 um áttrætt,
fæddur 12. desember 1711.