Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Blaðsíða 68
*74
var dönsk, og áttu þau dóttur, sem giptist bæjarfógeta
í Dnnmörku, að nafni Topsöe.
12. Jóhannes Guðmundsson, fæddur á Miklahóli í
Viðvíkursveit 4. janúar 1824, sonur Guðmundar Jóns-
sonar, bónda þar, og konu hans J>orbjargar Gísladótt-
ur bónda á Hofstaðaseli Árnasonar. Hann var lengi
skrifari Lárusar sýslumanns Thórarensens í Enni og
seinast skrifari Gríms amtmanns Johnssonar, fór utan
1848 og tók fyrst undirbúningspróf við háskólann og
síðan próf í dönskum lögum 21. janúar 1853 með 1.
einkunn í báðum prófum. Hann var síðan hjá *
Lárusi sýslumanni Thórarensen, og fjekk Stranda-
sýslu u. maí 1855 °g síðan Mýra- og Hnappadals-
sýslu 18. febrúar 1861. Hann bjó fyrst á Litlu-Hvalsá
í Hrútafirði og síðan á Hjarðarholti í Stafholtstungum
og varð úti í aftaka veðri nálægt heimili sínu 11. fe-
brúar 1869. Kona hans var Maren einkadóttir Lárus-
ar sýslumanns Thórarensens (A 60).
13. Jón Guðmundsson, fæddur á Krossi i Landeyj-
um í febrúarmánuði 1767, sonur sjera Guðmundar Jóns-
sonar i Landeyjaþingum og seinni konu hans Guðrún-
ar Halldórsdóttur prests á Stað í Steingrímsfirði Ein-
arssonar; útskrifaður úr Hróarskelduskóla 1795; exam.
juris 25. apríl 1798 með 2. einkunn í báðum prófum.
Honum var veitt Vestmannaeyjasýsla 30. mai s. á. og
siðan Vestur-Skaptafellssýsla 22. júlí 1801; jafnframt var
hann settur fyrir Austur-Skaptafellssýslu 14. júlí 1812 og
hafa báðar Skaptafellssýslurnar ávallt verið sameinaðar
síðan. Honum var veitt Rangárvallasýsla 22.júnii82o,
en þá var hann andaður. Hann bjó í Vík í Mýrdal og
andaðist þar 27. marz 1820. Konahans var Ragnhildur
(f 19. febr. 1857) Guðmundsdóttir bónda i Fljótsdal
Nikulássonar; sonur þeirra var sjera Björn, siðast
prestur á Reynivöllum.
14. Jón Guðmundsson, fæddur í Melshúsum við