Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Blaðsíða 66
exam.juris 5. maí 1851 með 1. einkunn i hinu teóretiska
ogf 2. einkunn 1 hinu praktiska prófi. Hann var síðan á
skrifstofu hjá Jóni Johnsen, bæjarfógeta í Álaborg, og
andaðist þar úr kóleru sumarið 1853, ókvæntur og
barnlaus.
9. Guðmundur Pálsson, fæddur á Ánabrekku í
Borgarhreppi 9. ágúst 1836, sonur sjera Páls Guð-
mundssonar á Borg og konu hans Helgu Guðmunds-
dóttur prests á Stað f Hrútafirði Eiríkssonar. Hann var
sýslumannsskrifari í ísafjarðarsýslu og síðan skrifari hjá
Páli amtmanni Melsteð, fór utan 1859 og tók undir-
búningspróf við háskólann en ekki embættispróf i það
sinni, kom út aptur og var skrifari fyrst hjá Havsteen
amtmanni og siðan hj4 Bergi amtmanni Thorberg;
þvi næst fór hann aptur utan 1873, og tók próf i
dönskum lögum 14. júní 1875 með 1. einkunn. 13. fe-
brúar 1876 var hann settur málaflutningsmaður við
yfirdóminn og var jafnframt á skrifstofu bæjarfógetans
í Reykjavík, er þá var einnig sýslumaður í Gullbringu-
og Kjósarsýslu; 3. júní 1878 var hann settur sýslu-
maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 6. s. m., og
þjónaði henni til 1. september s. á. J?ví næst var hann
settur sýslumaður i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 27.
september 1878 og fjekk veitingu fyrir henni 6. nóv-
ember s. á. Hann býr í Arnarholti í Stafholtstung-
um, og kona hans er Björg Pálsdóttir amtmanns Mel-
steðs.
10. Gunnlaugur Briem, fæddur áBrjánslæk i3-jan-
úar 1773, sonur sjera Guðbrandar Sigurðssonar áBrjáns-
læk og konu hans Sigríðar Jónsdóttur prests á Gils-
bakka Jónssonar. Hann fór utan 1788 og gekk álista-
háskólann í Kaupmannahöfn þangað til 1795 og fjekk
heiðurspening skólans úr silfri fyrir myndasmiði; síðan
las hann dönsk lög og tók próf í þeim 25. október
1797 með 1. einkunn í báðum prófum. Hann gjörðist