Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Blaðsíða 28
234
Kona hans var Ragnheiður (f 29. des. 1819) dóttir
pórarins sýslumanns Jónssonar á Grund; einkasonur
þeirra, Jón Viðö, drukknaði á Viðeyjarsundi ig. marz
1789.
49. Jón Snæbjarnarson, fæddur í Reykjavfk 30.
september 1824, sonur sjera Snæbjarnar Björnssonar
á Ofanleyti á Vestmannaeyjum og konu hans Ingi-
bjargar Jakobsdóttur bónda f Kaupangssveit por-
valdssonar; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1847 °S
skrifaður árið eptir í stúdentatölu við háskólann; cand.
juris. 15. júní 1857 meo 2- einkunn í hinu teóretiska
og 3. einkunn í hinu praktiska prófi. Hann fjekk
Borgarfjarðarsýslu 26. maf 1858, og andaðist í Höfn í
Borgarfirði 31. ágúst 1860. Hann átti danska konu.
50. Jón Sveinsson, fæddur á Múkaþverá um 17541,
sonur Sveins lögmanns Sölvasonar (A 89); útskrifaður
úr heimaskóla 1774; cand. juris 3. júlí 1777 með 1.
einkunn í báðum prófum. Hann varð sýslumaður í
Suður-Múlasýslu 28. júní 1781 og þjónaði henni til
dauðadags, 7. september 1799. Hann átti Soffíu Er-
lendsdóttur sýslumanns í ísafjarðarsýslu Olafssonar,
ekkju porláks sýslumanns ísfjörðs (A 102); börh þeirra
voru: Friðrik Svendsen agent og kaupmaður, Mál-
fríður, sem fyrst var gipt Guðmundi Ögmundssyni
verzlunarstjóra á Eskifirði og Eyrarbakka og síðan
Níelsi kaupmanni Steenbach, og Birgitta, sem giptist
1 Danmörku.
51. Jónas Scheving, fæddur 24. júní 1770, sonur
Vigfúsar sýslumanns Schevings (A 92); útskrifaður úr
heimaskóla af Geir biskupi Vídalín 1790; cand. juris
1) Jón Sveinsson, landlæknir, eldri bróðir Jóns sýslu-
manns, var fæddur 24. maí 1752 og útskrifaður úr heima-
skóla 1772, og því hef jeg sett fæðingarár Jóns sýslumanns
»um 1754«; en jeg hef hvergi getað fundið neitt áreiðan-
legt um það.