Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Blaðsíða 6
212
eptir var hann skipaður 2. assessor og dómsmálaritari
i yfirdóminum, en var settur frá því embætti 19. ágúst
1870; 8. ágúst 1874 var hann settur sýslumaður í J>ing-
eyjarsýslu, og ijekk veitingu fyrir þeirri sýslu 13. maí
1876 og býr á Hjeðinshöfða, en áður bjó hannáElliða-
vatni. Hann satáalþingi árin 1861 og 1863 sem kon-
ungkjörinn varaþingmaður, en 1865 og ávalit síðan
hefur hann setið þar sem þjóðkjörinn þingmaður.
Kona hans var Katrín Einarsdóttir umboðsmanns á
Reynistað Stefánssonar; þau eru skilin.
8. Bergur Thorberg, fæddur á Hvanneyri í Siglu-
firði 23. janúar 1829, sonur sjera Ólafs Hjaltasonar
Thorbergs, síðast prests á Breiðabólstað í Vesturhópi,
og konu hans Guðfinnu Bergsdóttur timburmanns Sig-
urðssonar; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1851; cand.
juris 15. júní 1857 með 2. einkunn í báðum prófum. Árið
eptir varð hann assistent í dómsmálastjórninni, var sett-
ur amtmaður í vesturamtinu 8. maí 1865, og fjekkveit-
ingu fyrir því embætti 10. ágúst 1866. Með kgsúrsk.
29. júní 1872 var suðuramtið og vesturamtið lagt undir
einn amtmann, er ásamt með biskupi skyldi hafa á
hendi þau embættisstörf, sem á stiptsyfirvöldunum
hvíla, og var Bergi amtmanni veitt það embætti
s. d. (sbr. Tíð. um stjórnarmál. Isl. III, 458). Hann
var jafnframt settur 5. ágúst 1882 til að þjóna lands-
höfðingjaembættinu í fjærvist Hilmars Finsens. 25.
apríl 1870 var hann sæmdur riddarakrossi dannebrogs-
orðunnar, og heiðursmerki dannebrogsmanna 10. ágúst
1874. Hann hefur setið á alþingi 1865 og ávallt síð-
an sem konungkjörinn þingmaður, og á alþingi 1881
var hann forseti hins sameinaða þings og efri deildar.
Bergur amtmaður er tvíkvæntur, og var fyrri kona
hans Sesselja (-j- 26. jan. 1868) þórðardóttir umboðs-
manns Bjarnasonar í Sviðholti, en síðari kona hans er
Elínborg Pjetursdóttir biskups Pjeturssonar.