Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 5
197
út af því, en að konungr bauð að halda skyldi iðrun-
ar- og bænadaga, því menn ætluðu þá gjarnast eymd
þjóðanna eingöngu sprottna af syndum þeirra og
vonzku. Að vísu fengu íslendingar 1695 — því árinu
áðr höfðu þeir sökum hungrs og vesaldar borið kvart-
anir sínar fyrir konung — það svar, að þeir menn á
landinu, sem bezt væri til þess fallnir, skyldu senda
konungi skriflegar uppástungur um endrbót á högum
landsins, og vóru þá sendar 3 slíkar uppástungur, og
ein eptir Pál Vídalín, er þá var skólastjóri i Skálholti;
en þær urðu gjörsamlega árangrslausar. Árið 1700
rituðu landsmenn konungi enn á ný, og báðu þess, að
annar lögmaðr mætti fara á konungs fund til að tjá
honum hagi þeirra og óskir, og leyfði konungr það
30. april 1701. Til að fara þessa sendiför þótti lög-
maðrinn fyrir norðan og vestan, Lárus Gottrup, bezt
fallinn, og kom hann því á alþing 1702 með konu sína,
og ætlaði að fara utan fyrir sunnan land. En er á
alþing kom, vildu margir, t. d. Jón byskup Vídalín og
Páll Vídalín, koma í veg fyrir för Gottrups, þvi þeir
hafa ef til vill ætlað, að vegr hans og gengi mundi
um of vaxa við hana. Gottrup var fastráðinn í að
fara, ogstuddi embættisbróðir hans Sigurðr Bjarnarson
fast að því. Samdi nú Sigurðr bænarskrá til Gottrups
um að fara, og ritaði sjálfr undir hana og margir með
honum. Að því búnu var í lögréttu samin bænarskrá
til konungs, sem Gottrup átti að flytja. En er verið
var að skrifa undir hana, kom Miiller amtmaðr þang-
að og spurði, hvað menn hefði þar fyrir stafni; hon-
um var sagt, að verið væri að rita undir bænarskrá,
er Gottrup ætti að flytja fyrir konung. Amtmaðr
spurði þá, hvort vald menn hefðu til slíks án sinnar
vitundar. Gottrup mælti: „ J>að vald höfum við i kon-
ungs leyfi og skipun“. „f>ar mæli eg á móti“, sagði
amtmaðr, „og tek þetta til mín“, og stakk síðan bæn-